Sigurður Friðrik Karlsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Friðrik Karlsson, rafvirki fæddist 18. október 1962.
Foreldrar hans Karl Gunnar Marteinsson, sjómaður, vélvirki, kennari, f. 21. desember 1936 í Rvk, d. 15. desember 2014, og kona hans Svandís Unnur Sigurðardóttir, frá Miðkoti í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja, f. 8. desember 1938.

Börn Svandísar Unnar og Karls:
1. Anna Sigrid Karlsdóttir, f. 3. ágúst 1959. Maður hennar Guðjón Þorkell Pálsson.
2. Sigurður Friðrik Karlsson, f. 18. október 1962. Kona hans Sórún Helgadóttir.
3. Rúnar Þór Karlsson, f. 24. mars 1976. Kona hans Karen Haraldsdóttir.

Þau Sólrún giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Brekkugötu 13.

I. Kona Sigurðar er Solrún Helgadóttir, frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, leikskólasliði, f. 17. ágúst 1962.
Börn þeirra:
1. Svandís Unnur Sigurðardóttir, f. 31. október 1988, d. 28. desember 1994.
2. Sylvía Dögg Sigurðardóttir, f. 29. september 1993.
3. Sandra Dís Sigurðardóttir, f. 26. apríl 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.