Jóhanna María Bjarnasen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. febrúar 2021 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. febrúar 2021 kl. 11:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhanna María Bjarnasen“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna María Bjarnasen, (Stella), húsfreyja fæddist 19. desember 1919 og lést 15. júlí 1972.
Foreldrar hennar voru Jóhann Antonsson Bjarnasen kaupmaður, f. 26. júní 1885 í Nýja-Kastala, d. 24. september 1953, og kona hans Hansína Gunnarsdóttir Bjarnasen húsfreyja, f. 11. mars 1887, d. 2. nóvember 1973.

Börn Hansínu og Jóhanns:
1. Anton Gísli Emil Jóhannsson Bjarnasen, f. 30. ágúst 1918 í Dagsbrún, d. 23. júlí 1994.
2. Jóhanna María Jóhannsdóttir Bjarnasen, f. 19. nóvember 1919 í Laufási, d. 15. júní 1972.
3. Gunnar Jóhannes Jóhannsson Bjarnasen, f. 10. september 1922 í Laufási, d. 9. nóvember 1987.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, í Laufási, á Nýlendu, á Brekastíg 16 og á Brekastíg 32.
Hún nam í gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík.
Jóhanna vann ýmis störf.
Þau Jakob giftu sig 1942, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brekastíg 32, en síðar við Faxastíg 1.
Þau dvöldu lengi í íbúð sinni við Háteigsveg 8 í Reykjavík vegna veikinda Jóhönnu.
Hún lést 1972.

I. Maður Jóhönnu Maríu, (10. janúar 1942), var Jakob Ó. Ólafsson frá Arnardrangi, skrifstofustjóri, f. 18. ágúst 1915 á Brekku í Fljótsdal, d. 18. febrúar 1992.
Börn þeirra:
1. Guðrún Jóhanna Jakobsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 11. júní 1943 á Brekastíg 32. Maður hennar Sigurður Ágúst Tómasson.
2. Sigríður Sylvía Jakobsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 7. nóvember 1945 á Brekastíg 32. Maður hennar Eyjólfur Martinsson, látinn.
3. Ólafur Óskar Jakobsson skrifstofumaður, f. 15. ágúst 1952 á Faxastíg 1. Kona hans Sigríður Þórarinsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.