Jón Berg Halldórsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. desember 2020 kl. 20:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. desember 2020 kl. 20:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Berg og Sveinn Tómasson.

Jón Berg Halldórsson skipstjóri, síðar verkstjóri á Keflavíkurflugvelli fæddist 1. júlí 1935 í Eyjum.
Kjörforeldrar hans voru Halldór Halldórsson, f. 23. júlí 1902, d. 8. október 1975 og k.h. Sigríður Friðriksdóttir, f. 3. júlí 1908.
Foreldrar voru Jón Magnús Tómasson, f. 1896, d. 1977 og k.h. Kristín Björg Jónsdóttir, f. 1898, d. 1935.

Maki (1959): Helga Sigurgeirsdóttir húsmóðir og sjúkrahússtarfsmaður, f. 11. nóvember 1936.

Börn þeirra Helgu (sjá Helgu)

Æviferill

Jón Berg lauk gagnfræðaprófi 1951, farmannaprófi 1958. Hann hóf sjómennsku sem matsveinn á Metu með Emil M. Andersen 1952. Varð hann síðar stýrimaður og skipstjóri, lengst var hann skipstjóri á Ísleifi IV., sem var í eigu dánarbús Ársæls Sveinssonar. Þegar búið var leyst upp 1975, hætti Jón Berg til sjós.

Fjölskyldan fluttist til höfuðborgarsvæðisins og settist að í Hafnarfirði. Varð Jón Berg verkstjóri yfir viðhaldi flugskýla, flugbrautarljósa og tengdum verkefnum hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Því starfi gegndi hann í 30 ár. Lét af störfum 2005.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.