Theodór Bogason (lögreglumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. nóvember 2020 kl. 11:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. nóvember 2020 kl. 11:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Theodór Bogason (lögreglumaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Theodór Þráinn Bogason úr Fljótum í Skagafirði, sjómaður, vélstjóri, starfsmaður Skeljungs, lögreglumaður fæddist 14. júní 1935 á Minni-Þverá þar.
Foreldrar hans voru Erlingur Bogi Þorleifsson frá Akureyri, f. 5. ágúst 1897, d. 2. febrúar 1961, og Margrét Guðlaug Bogadóttir frá Minni-Þverá, f. 16. apríl 1915, d. 10. mars 2000.
Fósturforeldrar Theodórs voru móðurforeldrar hans Bogi Guðbrandur Jóhannesson bóndi í á Minni-Þverá í Fljótum og víðar, f. 9. september 1878, d. 27. október 1965, og kona hans Kristrún Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1878, d. 15. ágúst 1968.

Theodór var með fósturforeldrum sínum á Minni-Þverá í bernsku.
Hann starfaði á Keflavíkurvelli í tvö ár, sótti vertíðir í Eyjum frá 1955 og fluttist þangað 1957.
Theodór var sjómaður í Eyjum, varð vélstjóri 1960, réri á v.b. Hafþóri Guðjónssyni, á v.b. Erlingi og á v.b. Frá.
Í Hafnarfirði vann hann hjá Skeljungi, en var síðan lögreglumaður til starfsloka.
Þau Birna Berg fóru að búa í Nýborg 1957, giftu sig 1960, eignuðust 4 börn, en misstu fyrsta barnið á fyrsta ári þess.
Þau byggðu hæð ofan á Nýborg og bjuggu þar til 1968, er þau fluttu í hús sitt að Búastaðabraut 16 og bjuggu þar til Goss.
Þau fluttu til Hafnarfjarðar, búa á Miðvangi 51.

I. Kona Theodórs Þráins, (11. júní 1960), er Birna Berg frá Nýborg, húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 8. september 1938 í Stakkholti.
Börn þeirra:
1. Elín Berg Theodórsdóttir, f. 12. nóvember 1957, d. 28. ágúst 1958.
2. Margrét Berg Theodórsdóttir skrifstofumaður, f. 20. febrúar 1960. Maður hennar Haraldur Stefánsson.
3. Björn Berg Theodórsson vélvirki, f. 8. apríl 1963. Kona hans Karen Bryde.
4. Þráinn Berg Theodórsson trésmiður, f. 6. ágúst 1966. Kona hans Björg Leifsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.