Holberg Másson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. október 2020 kl. 16:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. október 2020 kl. 16:03 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb| 200px|''Holberg Másson. '''Holberg Másson''' frá Reykhólum við Hásteinsveg 30, framkvæmdastjóri í Reykjavík f...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Holberg Másson.

Holberg Másson frá Reykhólum við Hásteinsveg 30, framkvæmdastjóri í Reykjavík fæddist 21. september 1954 á Reykhólum.
Foreldrar hans voru Már Bjarnason úr Reykjavík, húsasmiður, f. 12. september 1933 og Rut Holbergsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1935 á Lyngbergi, d. 10. mars 1956.
Fósturforeldrar Holbergs voru móðurforeldrar hans Holberg Jónsson skipstjóri, netagerðarmeistari, f. 17. nóvember 1913, d. 16. janúar 1970, og kona hans Guðríður Amalía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. október 1908, d. 12. maí 1986.

Móðir Holbergs lést, er hann var á öðru ári sínu.
Hann ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, lauk prófi í Hlíðardalsskóla, stúdentsprófi í Menntaskólanum í Hamrahlíð og nam eðlisfræði í New Mexico Institute of Mining and Technology í Bandaríkjunum.
Holberg hefur verið stofnandi og framkvæmdastjóri tölvufyrirtækja, m.a. Ítölu hf., og Netverks hf. og Softverks hf., og framkvæmdastjóri fyrir tölvuráðstefnur.
Þá hefur hann haldið fjölda fyrirlestra um tölvutengd málefni , einkum um pappírslaus viðskipti og skrifað um slíkt í blöð og hlotið alþjóðleg frumkvöðlaverðlaun.
Þau Guðlaug giftu sig 1987, eignuðust tvö börn.

I. Kona Holbergs, (13. ágúst 1987), er Guðlaug Björnsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur hjá Ríkisspítölunum, f. 20. september 1958. Foreldrar hennar Björn Grönvold Aðalsteinsson bóndi á Hvannabrekku í Berufirði, f. 13. janúar 1931, d. 16. desember 2011, og kona hans Gyða Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 3. maí 1932, d. 19. júní 2020 .
Börn þeirra:
1. Heiðar Ludwig Holbergsson viðskiptafræðingur, f. 17. febrúar 1985.
2. Guðni Már Holbergsson tölvufræðingur, sérfræðingur í hagskýrslugerð, starfsmaður Hagstofu Íslands, f. 23. janúar 1989.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Dagblaðið Vísir-DV 21. september 1994. Afmælisgrein.
  • Google.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.