Kristinn Ævar Andersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. október 2020 kl. 17:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. október 2020 kl. 17:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Kristinn Ævar Andersen''' sjómaður fæddist 10. júní 1947 á Túngötu 31B á Siglufirði. <br> Foreldrar hans voru Ingvald Olaf Andersen matsveinn, hóte...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Ævar Andersen sjómaður fæddist 10. júní 1947 á Túngötu 31B á Siglufirði.
Foreldrar hans voru Ingvald Olaf Andersen matsveinn, hótelstjóri, f. 7. maí 1923 á Siglufirði, d. 30. júní 2012 í Eyjum, og kona hans Málfríður Anna Bjarnadóttir húsfreyja, verkakona, f. 15. janúar 1923 á Siglufirði, d. 28. maí 2002 í Eyjum.

Börn Málfríðar Önnu úr fyrra sambandi:
1. Guðmunda Guðrún Björgvinsdóttir, býr á Ísafirði, hefur unnið ýmis þjónustustörf, matráðskona, f. 23. júní 1942 á Hlíðarvegi 21 á Siglufirði, ógift.
2. Sigríður Ragna Björgvinsdóttir sjúklingur, öryrki, f. 6. október 1943 á Ránargötu 16 á Siglufirði, dvelur í Reykjavík, ógift.
Börn Málfríðar Önnu og Ingvalds Olafs:
3. Kristinn Ævar Andersen sjómaður, f. 10. júní 1947. Fyrrum kona hans Pálína Úranusdóttir. Kona hans Aldís Atladóttir.
4. Sigurveig Margrét Andersen húsfreyja, f. 9. október 1951. Fyrrum maður hennar Rúnar Guðmundsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Þór Ólafsson. Maður hennar Óli Ágúst Ólafsson.
5. Ólafur Sölvi Bjarni Andersen vélstjóri, býr í Kópavogi, f. 28. nóvember 1958. Kona hans Svala Dögg Þorvaldsdóttir.

Kristinn Ævar var með foreldrum sínum í æsku og flutti til þeirra í Eyjum 1953.
Hann hefur stundað sjómennsku frá 12 ára aldri í 45 ár, lengst verið matsveinn á bátum Vinnslustöðvarinnar.
Þau Pálína giftu sig 1969, eignuðust tvö börn, en skildu. Þau bjuggu á Sólvangi við Kirkjuveg 29.
Þau Aldís giftu sig 2005, hafa ekki eignast börn saman. Þau búa á Herjólfsgötu 5.

I. Fyrri kona Kristins Ævars, (1969), er Pálína Úranusdóttir fiskiðnaðarkona, starfskona í Hraunbúðum, f. 5. september 1950.
Börn þeirra:
1. Lilja Kristinsdóttir, f. 12. ágúst 1969. Barnsfaðir hennar Kristinn Þór Ágústsson sjómaður í Eyjum, f. 25. mars 1968.
2. Úranus Ingi Kristinsson rafvirki, sjómaður, f. 4. júlí 1971. Kona hans Sigríður Diljá Magnúsdóttir.

II. Síðari kona Kristins Ævars, (30. desember 2005), er Aldís Atladóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, kaupkona, veitingakona, f. 4. janúar 1960.
Þau eru barnlaus saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.