Alda Guðlaugsdóttir (Sólbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. september 2020 kl. 12:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. september 2020 kl. 12:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Alda Guðlaugsdóttir''' frá Sólbergi, húsfreyja á Húsavík fæddist 21. desember 1928 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B og lést 24. nóvember 1996....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Alda Guðlaugsdóttir frá Sólbergi, húsfreyja á Húsavík fæddist 21. desember 1928 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B og lést 24. nóvember 1996.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Halldórsson skipstjóri, f. 20. maí 1898 á Viðborði á Mýrum, A.-Skaft., d. 2. apríl 1977, og kona hans Ragnhildur Friðriksdóttir frá Rauðhól í Mýrdal, húsfreyja, f. 12. júní 1902, d. 16. ágúst 1977.

Börn Ragnhildar og Guðlaugs:
1. Friðþór Guðlaugsson vélvirkjameistari, f. 11. október 1926 á Vegbergi við Skólaveg 32, d. 19. júní 2004.
2. Alda Guðlaugsdóttir, síðast á Húsavík, f. 21. desember 1928 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B, d. 24. nóvember 1996.
3. Elín Guðlaugsdóttir, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B.
4. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B, d. 22. ágúst 2013.
5. Vigfúsína Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 í Viðey að Vestmannabraut 30, d. 25. desember 1994.

Alda var með foreldrum sínum í æsku, var nokkur sumur í sveit í Mýrdal.
Hún fluttist til Húsavíkur 1947, enda þá trúlofuð Hreiðari.
Alda vann ýmis störf utan heimilis, síðast við ræstingar.
Þau Hreiðar giftu sig 1948, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Uppsalavegi 9 við skírn Ragnhildar 1948, Uppsalavegi 11 við skírn Sigurjóns 1952 og Hreiðars 1966. Síðar bjuggu þau við Baughól.
Alda lést 1996 og Hreiðar 2004.

I. Maður Öldu, (26. desember 1948), Hreiðar Sigurjónsson bifreiðastjóri, f. 7. ágúst 1920, d. 18. júlí 2004. Foreldrar hans voru Sigurjón Pétursson bóndi, söngstjóri í Heiðarbót í Reykjahverfi, S-Þing., f. 7. maí 1893 að Núpi í Aðaldal, S.-Þing., d. 29. október 1982, og kona hans Jónína Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona, f. 4. desember 1879 í Heiðarbót, d. 1. júlí 1937.
Börn þeirra:
1. Ragnhildur Hreiðarsdóttir húsfreyja, starfsmaður á rannsóknastofu á Húsavík, f. 30. ágúst 1948. Maður hennar Sveinn Rúnar Arason.
2. Sigurjón Hreiðarsson flugvirki í Keflavík, f. 5. desember 1952. Kona hans Helga Árnadóttir.
3. Hreiðar Hreiðarsson lögregluvarðstjóri á Húsavík, f. 4. mars 1966. Kona hans Steingerður Ágústa Gísladóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.