Gísli Sveinsson (Hvanneyri)
Gísli Guðlaugur Sveinsson á Hvanneyri, verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður fæddist 20. janúar 1909 á Bakka í Bakkagerði á Borgarfirði eystra og lést 6. mars 1951.
Foreldrar hans voru Sveinn Gíslason frá Hofströnd á Borgarfirði eystra, þurrabúðarmaður á Bakka, f. 2. janúar 1872, d. 4. janúar 1926, og kona hans Magnína Stefánsdóttir frá Sænautaseli á Jökuldalsheiði, húsfreyja, f. þar 11. maí 1884, d. 8. október 1968.
Gísli var með foreldrum sínum á Bakka í æsku, var sjómaður, er hann fluttist frá Borgarfirði 1929 til Eyja, kom þangað um Reykjavík 1930.
Hann var lausamaður, sjómaður á Hvanneyri 1930, verkamaður 1937, útgerðarmaður 1940, sjómaður 1945 og 1949.
Þau Sigurborg bjuggu á Hvanneyri, eignuðust sjö börn, en eitt þeirra fæddist andvana.
Gísli lést 1951 og Sigurborg 1981.
I. Sambýliskona Gísla Guðlaugs var Sigurborg Sigríður Kristjánsdóttir frá Hvanneyri, húsfreyja, f. 4. júlí 1916, d. 15. september 1981.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Kristín Gísladóttir, f. 11. apríl 1935.
2. Sveinn Gíslason vélstjóri, f. 19. febrúar 1937 á Vestmannabraut 60, d. 23. apríl 2011.
3. Magnús Gíslason, f. 30. september 1938 á Hvanneyri, d. 9. mars 1996.
4. Andvana stúlka, tvíburi við Magnús, f. 30. september 1938.
5. Guðbjörg Gísladóttir, f. 15. mars 1946 á Hvanneyri.
6. Runólfur Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri, d. 9. júlí 2006.
7. Gísli Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.