Magnús Gíslason (Hvanneyri)
Magnús Gíslason frá Hvanneyri við Vestmannabraut 60, sjómaður, verkamaður fæddist þar 30. september 1938 og lést 9. mars 1996.
Foreldrar hans voru Gísli Guðlaugur Sveinsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 20. janúar 1909, d. 6. mars 1951, og kona hans Sigurborg Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1916, d. 15. september 1981.
Börn Sigurborgar og Gísla:
1. Ingibjörg Kristín Gísladóttir, f. 11. apríl 1935.
2. Sveinn Gíslason, f. 19. febrúar 1937 á Vestmannabraut 60, d. 23. apríl 2011.
3. Magnús Gíslason, f. 30. september 1938 á Hvanneyri, d. 9. mars 1996.
4. Andvana stúlka, tvíburi við Magnús, f. 30. september 1938.
5. Guðbjörg Gísladóttir, f. 15. mars 1946 á Hvanneyri.
6. Runólfur Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri, d. 9. júlí 2006.
7. Gísl Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri.
Magnús var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Magnús var á 13. árinu. Hann var með móður sinni, bjó með henni meðan hún lifði, en hún lést 1981.
Hann var í sveit fimm sumur í Eyvindarholti u. Eyjafjöllum.
Magnús hóf störf í Vinnslustöðinni 14 ára og vann þar fram yfir 1960, en fór oft á sjó að sumrinu.
Hann var sjómaður fjórar vertíðir, var á Blátindi VE-21 sem stundaði handfæraveiðar frá Suðurnesjum. Skipstjóri þar var Jón Benónýsson. Þá fór hann á síldveiðar með Guðmundi Vigfússyni frá Holti á Voninni II VE-113. Þaðan lá leiðin til Júlíusar Sigurðssonar frá Skjaldbreið, sem var með Sindra VE-203. Magnús var með honum tvö sumur á síldveiðum. Dragnótaveiðar stundaði hann á Skúla fógeta VE-185 við Eyjar. Hann endaði svo sinn sjómannsferil á Faxa VE-282 með Hauki Jóhannssyni skipstjóra. Þá varð hann að fara í land vegna brjóskloss.
Eftir það vann hann verkamannastörf, fyrst í Lifrarsamlagi Vestmannaeyja í nokkur ár, en lengst af hjá Bæjarsjóði Vestmannaeyja, m.a. við uppbyggingu eftir gosið.
Magnús var ókvæntur og barnlaus.
Hann lést 1996.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið í mars 1996. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.