Ingibjörg Gísladóttir (Hvanneyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ingibjörg Kristín Gísladóttir.

Ingibjörg Kristín Gísladóttir frá Hvanneyri, húsfreyja, fiskverkakona, verslunarmaður fæddist 11. apríl 1935 og lést 4. janúar 2021 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Gísli Guðlaugur Sveinsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 20. janúar 1909, d. 6. mars 1951, og kona hans Sigurborg Sigríður Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 4. júlí 1916, d. 15. september 1981.

Börn Sigurborgar og Gísla:
1. Ingibjörg Kristín Gísladóttir, f. 11. apríl 1935.
2. Sveinn Gíslason, f. 19. febrúar 1937 á Vestmannabraut 60, d. 23. apríl 2011.
3. Magnús Gíslason, f. 30. september 1938 á Hvanneyri, d. 9. mars 1996.
4. Andvana stúlka, tvíburi við Magnús, f. 30. september 1938.
5. Guðbjörg Gísladóttir, f. 15. mars 1946 á Hvanneyri.
6. Runólfur Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri, d. 9. júlí 2006.
7. Gísl Gíslason, f. 31. maí 1950 á Hvanneyri.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann snemma í Prentsmiðjunni Eyrúnu og við fiskiðnað, afgreiddi í mjólkurbúð, vann fiskvinnslustörf í Keflavík, en síðar vann hún hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, lengst við verslunarstörf, í rúma tvo áratugi.
Þau Erling giftu sig 1953, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í kjallaranum á Brekastíg 24, byggðu snemma bakhús við það hús. Þar rak Erling verkstæði og síðar litla verslun og tilraun til útvarps. Nafnið Elding festist við húsið.
Þau Erling fluttu til Reykjavíkur 1962 og til Njarðvíkur 1963, bjuggu þar á Borgarvegi 24 í 36 ár, en við veikindi Erlings fluttu þau á Barðastaði í Grafarvogi.
Erling lést 1999.
Ingibjörg bjó á Barðastöðum til ársins 2014 er hún fluttist í þjónustuíbúð í Fróðengi og dvaldist þar fram í september 2020, er hún var lögð inn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum.
Hún lést 2021.

I. Maður Ingibjargar Kristínar, (25. desember 1953), var Erling Adolf Ágústsson rafvirkjameistari, tónlistarmaður, f. 9. ágúst 1930 í Nýhöfn, d. 8. janúar 1999.
Börn þeirra:
1. Gísli Erlingsson húsasmíðameistari, f. 31. október 1953 að Brekastíg 24. Kona hans Þuríður Bernódusdóttir.
2. Ágúst Erlingsson í Kaupmannahöfn, slökkviliðsmaður, f. 4. október 1954 í Eyjum, d. 25. september 2018. Kona hans Gitte Sörensen.
3. Sigurborg Erlingsdóttir býr í Indiana í Bandaríkjunum, skrifstofumaður, f. 4. mars 1958 í Eyjum. Maður hennar Robert Violette.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.