Elín Þorvaldsdóttir (Staðarfelli)
Elín Björg Þorvaldsdóttir húsfreyja á Staðarfelli fæddist 29. ágúst 1894 á Mel í Eskifirði og lést 10. september 1973.
Foreldrar hennar voru Þorvaldur Jónsson frá Sómastöðum í Reyðarfirði, söðlasmiður í Dölum í Fáskrúðsfirði, f. 18. nóvember 1834 á Sómastöðum, d. 24. apríl 1907, og síðari kona hans Sigurlaug Gísladóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1851 í Nesi í Norðfirði, d. 6. maí 1928.
Elín Björg var með foreldrum sínum á Mel, niðursetningur með öldruðum foreldrum sínum í Árnagerði í Fáskrúðsfirði 1901, fósturbarn hjá prestshjónunum á Þinghól í Mjóafirði 1910.
Hún flutti til Eyja 1916, var bústýra og barnsmóðir Einars Sæmundssonar á Staðarfelli 1920 með tveim börnum þeirra.
Þau Einar giftu sig 1925, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu á Staðarfelli við Kirkjuveg 53 frá upphafi 1917. Elín bjó á Rauðalæk 35 í Reykjavík við andlát 1973. Einar lést 1974.
Maður Elínar Bjargar, (1. ágúst 1925), var Einar Sæmundsson á Staðarfelli, húsasmíðameistari, f. 9. desember 1884, d. 14. desember 1974.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ágústa Einarsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 11. ágúst 1917, d. 15. júní 1939.
2. Sæmundur Einarsson, síðast í Reykjavík, fóstraður á Hofi VII í A-Skaft, f. 27. apríl 1919, d. 8. september 2003.
3. Soffía Einarsdóttir yngri, f. 13. janúar 1921 á Staðarfelli, bjó í Reykjavík, d. 1. janúar 2000.
4. Sigríður Einarsdóttir, f. 5. febrúar 1922 á Staðarfelli, síðast í Reykjavík, d. 9. júní 1989.
5. Óskar Einarsson, f. 12. júlí 1923.
6. Einar Einarsson húsasmiður, f. 23. júlí 1924 á Staðarfelli, d. 5. janúar 2008.
7. Halldór Þorsteinn Einarsson netagerðarmaður, f. 26. febrúar 1926, d. 6. mars 1951.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.