Aðalheiður Rósa Emilsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. maí 2020 kl. 20:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. maí 2020 kl. 20:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Aðalheiður Rósa Emilsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Aðalheiður Rósa Emilsdóttir.

Aðalheiður Rósa Emilsdóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, flugfreyja, verslunarmaður, skrifstofumaður fæddist þar 25. mars 1942 og lést 1. júní 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Emil Jóhann Magnússon kaupmaður, f. 25. júlí 1921 á Búðareyri í Reyðarfirði, d. 8. febrúar 2001, og kona hans Ágústa Kristín Árnadóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, d. 27. október 2014.

Börn Ágústu Kristínar og Emils Jóhanns:
1. Aðalheiður Rósa Emilsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, flugfreyja, f. 25. mars 1942 í Stóra-Hvammi, d. 1. júní 2008. Fyrrum maður hennar Óskar Ásgeirsson. Maður hennar Baldvin Grendal Magnússon.
2. Árni Magnús Emilsson íþróttakennari, verslunarmaður, sveitarstjóri, framkvæmdastjóri, útibússtjóri, f. 14. apríl 1943 á Skólavegi 1. Kona hans Þórunn B. Sigurðardóttir.
3. Aagot Emilsdóttir húsfreyja, bóndi á Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 2. mars 1945 í Stóra-Hvammi, d. 27. júní 2012. Fyrrum maki hennar Ingþór Hallbjörn Ólafsson. Maður hennar var Guðmundur Freyr Halldórsson, látinn. Sambýlismaður Árni Þ. Sigurðsson.
4. Hrund Emilsdóttir, f. 22. febrúar 1946, d. 10. júní 1953.
5. Gísli Már Gíslason, kjörbarn Ráðhildar og Gísla Þorsteinssonar, f. 8. janúar 1947 á Þórshöfn á Langanesi. Kona hans Sigrún Valbergsdóttir.
6. Ágústa Hrund Emilsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 5. janúar 1948. Fyrrum sambýlismaður Gunnar Richter. Barnsfaðir Guðmundur Svavarsson. Barnsfaðir Jón Árni Hjartarson. Sambýlismaður hennar Árni Þórólfsson.
7. Emil Emilsson viðskiptafræðingur, útibússtjóri, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækis, f. 7. febrúar 1959. Kona hans Sigríður Erla Jónsdóttir.

Aðalheiður Rósa var með foreldrum sínum í æsku, í Stóra-Hvammi, á Skólavegi 1, Vöruhúsinu, fluttist með þeim til Þórshafnar 1945 og ólst þar upp.
Hún sat einn vetur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum, síðan í Skógaskóla og Húsmæðraskólanum á Laugarvatni.
Fjölskyldan flutti til Grundarfjarðar 1952 og þar vann Aðalheiður við verslun föður síns á unglingsárum.
Árið 1964 flutti hún til Reykjavíkur og vann ýmis verslunar- og þjónustustörf. Hún var m.a. í allmörg ár flugfreyja hjá Loftleiðum og tók hún mjög virkan þátt í félagi fyrrverandi og núverandi flugfreyja, Svölunum, og var m.a. um tíma formaður þess félags. Á árunum 1979 til 1985 starfaði hún á Bæjarskrifstofu Garðabæjar, síðan í verslun Sævars Karls í nokkur ár og síðastliðin 15 ár vann hún hjá Úrvali Útsýn.
Þau Óskar giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Baldvin Grendal giftu sig 1969, eignuðust tvö börn.
Aðalheiður Rósa lést 2008.

Aðalheiður Rósa var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, skildu, er Óskar Ásgeirsson, f. 12. september 1941. Foreldrar hans voru Ásgeir Kristmundsson bóndi á Kvíabryggju, verkstjóri á Hólmavík, f. 23. júní 1905, d. 23. ágúst 1969, og kona hans Halldóra Elísabet Helgadóttir húsfreyja, f. 8. september 1908, d. 23. apríl 2002.
Börn þeirra:
1. Hrund Óskarsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1961. Sambýlismaður Hannes Vilhjálmsson. Sambýlismaður Þorvaldur Guðmundsson. Sambýlismaður hennar Árni Þór Gunnarsson.
2. Drífa Óskarsdóttir, f. 8. október 1963. Barnsfaðir hennar Egill Halldór Egilsson. Sambýlismaður Stuart K. Hjaltalín.

II. Síðari maður Aðalheiðar Rósu, (15. nóvember 1969), er Baldvin Grendal Magnússon, f. 19. febrúa 1949.
Börn þeirra:
3. Magnús Baldvinsson læknir, f. 1. febrúar 1971. Kona hans Guðrún Ágústa Brandsdóttir.
4. Bjarney Björt Baldvinsdóttir húsfreyja, f. 1. júlí 1978. Sambýlismaður Raphael Wechsler.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.