Ómar Runólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. apríl 2020 kl. 13:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. apríl 2020 kl. 13:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurjón ''Ómar'' Runólfsson''' múrari og starfsmaður við Tilraunastöð Háskólans að Keldum fæddist 23. desember 1947.<br> Foreldrar hans voru Runólfur Dagbjartsson (...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurjón Ómar Runólfsson múrari og starfsmaður við Tilraunastöð Háskólans að Keldum fæddist 23. desember 1947.
Foreldrar hans voru Runólfur Dagbjartsson múrari, f. 21. apríl 1923 á Reynivöllum við Kirkjuveg, d. 19. maí 2008, og kona hans Ingunn Svala Jónsdóttir frá Engey, húsfreyja, f. þar 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.

Börn Svölu og Dagbjarts:
1. Sigurjón Ómar Runólfsson, f. 23. desember 1947. Kona hans Auður Eiríksdóttir.
2. Margrét Runólfsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1949. Maður hennar Sigurður Rafn Jóhannsson.
3. Dagmar Svala Runólfsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1952. Maður hennar Guðjón Sigurbergsson.
4. Kristín Helga Runólfsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1955. Sambýlismaður hennar Ari Tryggvason.

Ómar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam múrverk og stundaði þá iðn sína, en vann einnig við Tilraunastöðina á Keldum.
Þau Auður giftu sig 1971, eignuðust fimm börn, bjuggu í Mosfellsbæ.

I. Kona Ómars, (4. desember 1971), er Auður Eiríksdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur, f. 17. júlí 1950. Foreldrar hennar Eiríkur Jónsson múrarameistari í Reykjavík, f. 3. ágúst 1923, d. 29. júí 2004, og Sjöfn Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1925
Börn þeirra:
1. Una Björk Ómarsdóttir lögfræðingur, f. 1. október 1970 í Reykjavík. Maður hennar Þröstur Freyr Gylfason.
2. Ásdís Ómarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 23. september 1972 í Reykjavík. Fyrrum maður Kristján Birgisson. Sambýlismaður Sverrir Eiríksson.
3. Hlynur Ómarsson garðyrkjufræðingur, f. 1. maí 1978 í Reykjavík. Kona hans Erna Sif Arnardóttir.
4. Lilja Ómarsdóttir byggingafræðingur, f. 1. maí 1978 í Reykjavík. Svanur Þór Brandsson.
5. Kristín Ómarsdóttir verkfræðingur, f. 5. mars 1980 í Reykjavík. Maður hennar Árni Theodór Long.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.