Stefán Þór Tryggvason
Stefán Þór Tryggvason málarameistari fæddist 21. apríl 1944 á Helgafellsbraut 20 og lést 19. júní 2015 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Tryggvi Ólafsson málarameistari frá Garðhúsum, f. 8. ágúst 1911, d. 9. apríl 1985, og kona hans Þórhildur Stefánsdóttir frá Gerði, húsfreyja, f. 19. mars 1921, d. 20. september 2011.
Börn Þórhildar og Tryggva:
1. Ólafur Tryggvason málarameistari, f. 5. desember 1939 á Helgafellsbraut 20.
2. Stefán Þór Tryggvason málarameistari í Reykjavík, f. 21. apríl 1944 á Helgafellsbraut 20, d. 19. júní 2015.
3. Sævar Tryggvason málarameistari, f. 1. júní 1947 á Helgafellsbraut 20, d. 26. ágúst 2005.
Stefán Þór var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam málaraiðn hjá föður sínum 1964-1968, lauk prófi í Iðnskólanum og sveinsprófi 1968, fékk meistararéttindi 1971.
Hann vann við iðn sína að mestu, en stundaði sjómennsku af og til, fluttist til Reykjavíkur við Gos.
Stefán Þór bjó í Espigerði 16 í Reykjavík. Hann lést 2015, ókv. og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 29. júní 2015. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.