Lea Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. desember 2019 kl. 18:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. desember 2019 kl. 18:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Unnur ''Lea'' Sigurðardóttir''' húsfreyja fæddist 9. ágúst 1922 á Hjalla og lést 30. maí 1998 á Sjúkrahúsinu.<br> Foreldrar h...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Unnur Lea Sigurðardóttir húsfreyja fæddist 9. ágúst 1922 á Hjalla og lést 30. maí 1998 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Sigurður Helgason frá Götu, f. 11. desember 1888, d. 24. júlí 1935, hrapaði við fuglaveiðar í Miðkletti, og kona hans Elínborg Guðný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1893 að Kirkjufelli í Eyrarsveit á Snæfellsnesi, d. 15. desember 1944.

Börn Sigurðar og Elínborgar Guðnýjar:
1. Oddný Ólafía Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona, f. 15. ágúst 1916 í Hlíðarhúsi, d. 7. desember 2003, gift Tryggva Gunnarssyni vélstjóra og útgerðarmanni, f. 29. apríl 1916, d. 22. mars 2001.
2. Björn Helgi Sigurðsson, f. 4. janúar 1920, d. 14. janúar 1920.
3. Guðni Pétur Sigurðsson skipstjóri, f. 30. júlí 1921 á Hjalla, d. 16. mars 2012, kvæntur Guðríði Ólafsdóttur húsfreyju að Heimagötu 20, Karlsbergi, f. 21. október 1919, d. 21. október 1984.
4. Unnur Lea Sigurðardóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1922 á Hjalla, d. 30. maí 1998, gift Helga Bergvinssyni skipstjóra, f. 26. ágúst 1918, d. 16. maí 1989.
5. Helgi Jón Sigurðsson sjómaður og verkamaður á Siglufirði, f. 11. júní 1925 í Götu, d. 17. janúar 2008, kvæntur Söru Símonardóttur húsfreyju, f. 30. ágúst 1923, d. 27. ágúst 2004.
6. Sigríður Sigurðardóttir, f. 25. desember 1926 í Götu, d. 2. apríl 1927.

Lea var með foreldrum sínum tæplega fyrstu þrettán ár ævinnar, en faðir hennar hrapaði til bana úr Miðkletti 1935.
Hún var með þeim á Hjalla við fæðingu, í Götu 1927 og 1934. Hún var með móður sinni systkinum í Sunnuhlíð við Vesturveg 30 1940.
Þau Helgi giftu sig 1941, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu í Ási. Þar fæddist Viktor og Sigríður. Þau bjuggu í Sunnuhlíð 1945 við fæðingu Rósu. Þau byggðu húsið við Miðstræti 25 og bjuggu þar 1951 og síðan.
Helgi lést 1989. Unnur Lea dvaldi að síðustu í Hraunbúðum og lést 1998.

I. Maður Unnar Leu, (31. desember 1941), var Helgi Bergvinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 26. ágúst 1918, d. 16. maí 1989.
Börn þeirra:
1. Viktor Berg Helgason, f. 21. júlí 1942. Kona hans Stefanía Þorsteinsdóttir.
2. Sigríður Elínborg Helgadóttir, f. 19. september 1943. Fyrrum sambýlismaður Carl Ólafur Gränz.
3. Rósa Helgadóttir, f. 14. október 1945. Maður hennar Páll H. Kristjánsson.
4. Sigrún Birna Helgadóttir, f. 11. október 1952. Fyrrum sambýlismaður Bergvin Fannar Jónsson.
5. Sólrún Helgadóttir, f. 5. nóvember 1960. Maður hennar Oddur K. Thorarensen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. júní 1998. Minning
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.