Ívar Þórðarson (Litla-Hrauni)
Ívar Þórðarson á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, síðar verkamaður og sjómaður á Litla-Hrauni í Eyjum fæddist 3. september 1863 í Tungu í Fljótshlíð og lést 10. apríl 1924.
Foreldrar hans voru Þórður Ívarsson bóndi í Tungu og Ormskoti í Fljótshlíð, f. 10. september 1832, d. 19. júní 1890, og fyrri kona hans Sigríður Nikulásdóttir húsfreyja, f. 8. mars 1838, d. 24. maí 1864.
Barn Þórðar og fyrri konu hans Sigríðar Nikulásdóttur, f. 8. mars 1838, d. 24. maí 1864 var
1. Ívar Þórðarson á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, bóndi, síðar í Eyjum, f. 3. september 1863, d. 10. apríl 1924.
Börn Þórðar Ívarssonar og Sigríðar Gunnlaugsdóttur síðari konu hans; þau, sem bjuggu í Eyjum, voru:
2. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
3. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
4. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
5. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.
Ívar var með föður sínum og síðari konu hans í Ormskoti 1870, var léttadrengur á Hlíðarenda 1880, vinnumaður á Teigi í Fljótshlíð 1890 og þar var Jóhanna vinnukona.
Þau Jóhanna eignuðust Nikulás 1893 og giftu sig 1894. Þau voru bændur á Mið-Sámsstöðum 1901 og enn 1910.
Þau fluttust til Eyja 1920, voru leigjendur hjá Magnúsi bróður Ívars í Langa-Hvammi 1920, síðan á Litla-Hrauni og þar lést hann 1924, en Jóhanna lést 1943.
Kona Ívars, (1894), var Jóhanna Jóhannesdóttir húsfreyja á Mið-Sámsstöðum, síðar á Litla-Hrauni, f. 13. febrúar 1865, d. 21. júlí 1943.
Börn þeirra:
1. Nikulás Ívarsson verkamaður, f. 21. september 1893, d. 10. september 1971.
2. Jóhann Ívarsson verkamaður, f. 11. febrúar 1895, d. 20. maí 1951.
3. Erlendur Ívarsson verkamaður, f. 10. október 1897, d. 2. febrúar 1954. Kona hans var Guðrún Laufey Tómasdóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1909, d. 12. janúar 1994.
4. Sigurþór Ívarsson, f. 14. júlí 1899, d. 27. nóvember 1949. Kona hans var Ágústa Marta Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1915, d. 2. ágúst 1972.
5. Einar Þórður Ívarsson, f. 19. október 1900, d. 8. janúar 1944.
Sonur Ívars og Elínar Sigurðardóttur vinnukonu í Tungu í Fljótshlíð var
6. Oddur Ívarsson faðir
7. a) Elínar Oddsdóttur húsfreyju á Heiðarbrún, f. 27. janúar 1889, d. 19. mars 1965.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.