Jóhanna Jóhannesdóttir (Litla-Hrauni)
Jóhanna Jóhannesdóttir á Litla-Hrauni, húsfreyja á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð, síðar á Litla-Hrauni, f. 13. febrúar 1865, d. 21. júlí 1943.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Pálsson vinnumaður, f. 11. júní 1828 í Fljótshlíð, d. 20. júlí 1915, og barnsmóðir hans Ingibjörg Einarsdóttir vinnukona, f. 4. desember 1823.
Jóhanna var fimm ára niðursetningur á Kirkjulæk í Fljótshlíð 1870 og þar var Ingibjörg móðir hennar vinnukona. Hún var 15 ára vinnukona í Miðkoti í Fljótshlíð 1880, á Teigi þar 1890 og þar var Ívar vinnumaður.
Þau Ívar eignuðust Nikulás 1893, giftu sig 1894, bjuggu á Mið-Sámsstöðum 1901 og 1910.
Þau fluttust til Eyja 1920, voru leigjendur hjá Magnúsi bróður Ívars í Langa-Hvammi 1920, síðan á Litla-Hrauni og þar lést Ívar 1924 og Jóhanna 1943.
Maður Jóhönnu, (1894), var Ívar Þórðarson bóndi, síðar verkamaður á Litla-Hrauni í Eyjum f. 3. september 1863, d. 10. apríl 1924.
Börn þeirra:
1. Nikulás Ívarsson verkamaður, f. 21. september 1893, d. 10. september 1971.
2. Jóhann Ívarsson verkamaður, f. 11. febrúar 1895, d. 20. maí 1951.
3. Erlendur Ívarsson verkamaður, f. 10. október 1897, d. 2. febrúar 1954. Kona hans var Guðrún Laufey Tómasdóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1909, d. 12. janúar 1994.
4. Sigurþór Ívarsson, f. 14. júlí 1899, d. 27. nóvember 1949. Kona hans var Ágústa Marta Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1915, d. 2. ágúst 1972.
5. Einar Þórður Ívarsson, f. 19. október 1900, d. 8. janúar 1944.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.