Nikulás Ívarsson (Héðinshöfða)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Nikulás Ívarsson frá Héðinshöfða, verkamaður fæddist 21. september 1893 í Árnagerði í Fljótshlíð og lést 10. september 1971.
Foreldrar hans voru Ívar Þórðarson bóndi á Mið-Sámsstöðum, f. 3. ágúst 1863 að Tungu í Fljótshlíð, d. 10. apríl 1924, og kona hans Jóhanna Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 13. febrúar 1865 að Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 21. júlí 1943.

Bróðir Nikulásar var
1. Jóhann Ívarsson verkamaður á Litla-Hrauni, f. 22. febrúar 1895, d. 20. maí 1951.
Föðursystkini Nikulásar í Eyjum voru:
2. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 14.júlí 1945.
3. Magnús Þórðarson Thorlacius kaupmaður, bóndi, verkamaður á Skansinum, f. 24. desember 1876 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. apríl 1955.
4. Gísli Þórðarson verkamaður, f. 5. desember 1877 að Ormskoti í Fljótshlíð, síðast í Görðum, d. 7. nóvember 1943.
5. Guðrún Þórðardóttir verkakona, f. 31. ágúst 1882 í Ormskoti í Fljótshlíð, d. 1. mars 1878.

Nikulás var með foreldrum sínum á Mið-Sámsstöðum 1901 og 1910.
Þau Ólöf voru vinnuhjú á Móeiðarhvoli. Þar fæddist Ólafur í mars 1920, en þau voru gift vinnuhjú á Hemlu í V-Landeyjum í lok ársins. Þau fluttust á Eyrarbakka og þaðan til Eyja 1924 með þrem börnum sínum.
Þau bjuggu á Litla-Hrauni 1924, í Héðinshöfða 1927 og enn 1930, á Vestmannabraut 37, Gunnarshólma 1934. Nikulás var skráður ,,öryrki“ í Stakkholti 1940. Hann hafði fengið blóðeitrun í hendi af öngli. Átti hann lengi í þeim veikindum og varð önnur höndin honum síðan fjötur.
Þau Ólöf fluttust úr bænum 1943, bjuggu á Stokkseyri í 2 ár, fluttust þá á Selfoss og síðan til Reykjavíkur.
Ólöf lést 1963 og Nikulás 1971. Hann var grafinn í Selfosskirkjugarði.

Kona Nikulásar, (1919), var Ólöf Bjarnadóttir frá Háfshjáleigu í Djúpárhreppi, húsfreyja, f. 31. október 1892, d. 5. maí 1963.
Börn þeirra:
1. Ólafur Nikulásson, f. 23. mars 1920 á Móeiðarhvoli, Rang., d. 27. maí 1987.
2. Bjarndís Jóhanna Nikulásdóttir, f. 14. mars 1921 á Hemlu í Rang., síðast á Selfossi, d. 9. júní 1983.
3. Inger Ester Nikulásdóttir, f. 8. júní 1924 í Rang., síðast í Reykjavík, d. 11. ágúst 1999.
4. Ívar Nikulásson bifreiðastjóri, f. 22. ágúst 1927 í Héðinshöfða, d. 16. október 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.