Ólöf Ólafsdóttir (Baldurshaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2019 kl. 20:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2019 kl. 20:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ólöf Ólafsdóttir''' frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, húsfreyja í Baldurshaga fæddist 28. október 1884 og lést 21. júlí 1963. <br> Foreldrar hennar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólöf Ólafsdóttir frá Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, húsfreyja í Baldurshaga fæddist 28. október 1884 og lést 21. júlí 1963.
Foreldrar hennar voru Ólafur Pálsson bóndi á Hlíðarenda og í Hlíðarendakoti, f. 1. október 1830, d. 31. janúar 1919 og kona hans Guðrún Árnadóttir húsfreyja, f. 3. maí 1840, d. 9. júní 1922.

Ólöf var með foreldrum sínum í Hlíðarendakoti 1890 og 1901.
Hún fluttist til Eyja 1904, vinnukona.
Þau Ágúst giftu sig 1905, eignuðust fjögur börn og fóstruðu tvö börn. Þau bjuggu í Baldurshaga meðan þau dvöldu í Eyjum, fluttu úr bænum 1945, settust að á Seltjarnarnesi.
Ágúst lést 1957 og Ólöf 1963.

I. Maður Ólafar, (22. apríl 1905), var Ágúst Árnason kennari, smiður, byggingafulltrúi, útgerðarmaður, f. 18. ágúst 1871, d. 2. apríl 1957.
Börn Ólafar og Ágústs:
1. Guðrún Ágústsdóttir, f. 21. júlí 2007, d. 1. mars 2003.
2. Sigríður Ágústsdóttir, f. 13. október 1910, d. 17. september 2000.
3. Margrét Ágústsdóttir, f. 1. júní 1914, d. 20. maí 1998.
4. Lóa Ágústsdóttir, f. 13. október 1920 í Baldurshaga, d. 1. apríl 2003.
Fósturbörn Ólafar og Ágústs:
5. Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja í Vatnsdal í Fljótshlíðarhreppi , f. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946.
6. Óskar Guðjónsson, f. 13. febrúar 1926, d. 8. mars 2001. Hann var sonur Þuríðar Guðrúnar og Guðjóns Úlfarssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.