Ágúst Árnason (kennari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágúst Árnason.

Ágúst Árnason var barnakennari í Vestmannaeyjum 1907-1937. Hann fæddist 18. ágúst 1871 og lést 2. apríl 1957.

Hann flutti til Vestmannaeyja 1900 þá 29 ára gamall. Í upphafi tók hann að sér sjómennsku og húsasmíðar en árið 1907 varð mikil fjölgun barna í Vestmannaeyjum og því var þörf á kennurum við Barnaskóla Vestmannaeyja. Þar vann hann sem kennari í 30 ár. Flest árin stundaði hann þó húsasmíðar meðfram kennslunni og hafði hann einnig smíðaverkstæði í kjallara íbúðarhúss síns, Baldurshaga (Vesturvegur 5a).

Ágúst var í raun fyrsti byggingarfulltrúi Vestmannaeyja. Hann mældi út flestar eða allar húslóðir fyrir jarðaumboð ríkisins í Eyjum og staðsetti íbúðarhúsin þar.

Ágúst var heitbundinn Ólöfu Ólafsdóttur og áttu þau fimm börn og tvö fósturbörn. Árið 1945 fluttust hjónin frá Eyjum og byggðu sér hús á Seltjarnarnesi.


Heimildir

Frekari umfjöllun

Ágúst Árnason formaður, trésmiður, kennari fæddist 18. ágúst 1871 í Mið-Mörk u. V.-Eyjafjöllum og lést 2. apríl 1957.
Foreldrar hans voru Árni Árnason bóndi þar , f. 9. maí 1845, d. 31. janúar 1923, og kona hans Margrét Engilbertsdóttir frá Mið-Mörk, húsfreyja, f. 25. maí 1840, d. 6. mars 1914.

Ágúst var með foreldrum sínum í æsku.
Hann var gagnfræðingur í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1893, stundaði síðar trésmíðanám.
Hann var heimiliskennari í Eyjafjallahreppi 1893-1896, á Þorvaldseyri 1897-1898, kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1907-1937. Hann stundaði trésmíðar með öðrum störfum frá 1896, var m.a. yfirsmiður við gamla barnaskólahúsið (Borg), var formaður um skeið u. Eyjafjöllum og í Eyjum, fasteignamatsnefndarmaður 1916-1945, skólanefndarmaður og bókavörður Bókasafnsins um skeið, bjó síðar í Reykjavík.
Rit:
1. Fiskiróður í Vestmannaeyjum fyrir 37 árum, í Dvöl 1935 (endurprentað í Brim og boðar I, 1939).
Þau Ólöf giftu sig 1884, eignuðust fimm börn og tvö fósturbörn.
Ágúst lést 1957 og Ólöf 1963.

I. Kona Ágústs, (22. apríl 1905), var Ólöf Ólafsdóittir frá Hlíðarendakoti, húsfreyja, f. 28. október 1884, d. 21. júlí 1963.
Börn Ólafar og Ágústs:
1. Guðrún Ágústsdóttir, f. 21. júlí 1907, d. 1. mars 2003.
2. Sigríður Ágústsdóttir, f. 13. október 1910, d. 17. september 2000.
3. Margrét Ágústsdóttir, f. 1. júní 1914, d. 20. maí 1998.
4. Lóa Ágústsdóttir, f. 13. október 1920 í Baldurshaga, d. 1. apríl 2003.
Fósturbörn Ólafar og Ágústs:
5. Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja í Vatnsdal í Fljótshlíðarhreppi , f. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946.
6. Óskar Guðjónsson, f. 13. febrúar 1926, d. 8. mars 2001. Hann var sonur Þuríðar Guðrúnar og Guðjóns Úlfarssonar.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir