Margrét Ágústsdóttir (Baldurshaga)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Margrét Ágússdóttir frá Baldurshaga, verslunarmaður, starfsmaður Landsímans fæddist 1. júní 1914 í Baldurshaga og lést 20. maí 1998 á Landakotsspítala.
Foreldrar hennar voru Ágúst Árnason í Baldurshaga, kennari, smiður, f. 18. ágúst 1871, d. 2. apríl 1957, og kona hans Ólöf Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. nóvember 1884, d. 21. júlí 1963.

Börn Ólafar og Ágústs:
1. Guðrún Ágústsdóttir, f. 21. júlí 1907, d. 1. mars 2003.
2. Sigríður Ágústsdóttir, f. 13. október 1910, d. 17. september 2000.
3. Margrét Ágústsdóttir, f. 1. júní 1914, d. 20. maí 1998.
4. Lóa Ágústsdóttir, f. 13. október 1920 í Baldurshaga, d. 1. apríl 2003.
Fósturbörn Ólafar og Ágústs:
5. Þuríður Guðrún Vigfúsdóttir húsfreyja í Vatnsdal í Fljótshlíðarhreppi , f. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946.
6. Óskar Guðjónsson, f. 13. febrúar 1926, d. 8. mars 2001. Hann var sonur Þuríðar Guðrúnar og Guðjóns Úlfarssonar.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fór meðal annars til náms að Laugarvatni í tvo vetur. Síðan vann hún hjá Landssímanum í Vestmannaeyjum þar til hún fluttist til Reykjavíkur, þar sem hún starfaði um tíma hjá KRON á Skólavörðustíg. Árið 1953 hóf hún störf hjá Landssímanum í Reykjavík þar sem hún vann við símagæslu í meira en 30 ár.
Hún hélt heimili með foreldrum sínum í Eyjum og Reykjavík. Hún bjó síðar lengi við Háteigsveg.
Margrét var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.