Hilmar Jónasson (Grundarbrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 11:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 11:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jóhann Hilmar Jónasson. '''Jóhann ''Hilmar'' Jónasson''' frá Grundarbrekku, bifreiðastjóri, húsvörður fæddist...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóhann Hilmar Jónasson.

Jóhann Hilmar Jónasson frá Grundarbrekku, bifreiðastjóri, húsvörður fæddist þar 14. apríl 1934 og lést 16. mars 2016.
Foreldrar hans voru Jónas Guðmundsson frá Refsstöðum í A-Hún., sjómaður, verkamaður, verslunarmaður, f. 9. mars 1886, d. 20. febrúar 1979, og kona hans Guðrún Magnúsdóttir frá Grundarbrekku, húsfreyja, f. þar 27. júlí 1906, d. 20. maí 1987.

Börn Guðrúnar og Jónasar:
1. Jóhanna Jónasdóttir, f. 15. júlí 1931, d. 2. október 1938.
2. Jóhann Hilmar Jónasson bifreiðastjóri á Bifreiðastöð Vestmannaeyja og hjá Vestmannaeyjabæ, f. 14. apríl 1934, d. 16. mars 2016. Kona hans Ester Árnadóttir.
3. Einar Guðni Jónasson múrari, f. 24. nóvember 1938. Kona hans er Halldóra Traustadóttir.
4. Jóhann Jónasson verkamaður, sorphreinsunarmaður, f. 5. maí 1940. Ókvæntur.
5. Sigurbjörg Jónasdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 7. febrúar 1942. Maður hennar er Viðar Óskarsson.
6. Magnús Þór Jónasson bókhaldari, kaupmaður, framkvæmdastjóri, f. 4. maí 1947, d. 24. apríl 2019. Kona hans var Guðfinna Óskarsdóttir.

Hilmar var með foreldrum sínum í æsku og fram um tvítugt.
Hann varð bifreiðastjóri við Bifreiðastöð Vestmannaeyja um tvítugt og vann við það árum saman, en síðan hjá Eyjakjöri og við leikskólana í Vestmanaeyjabæ.
Eftir Gos vann Hilmar hjá Viðlagasjóði um skeið.
Þau Ester giftu sig 1970, eignuðust þrjú börn, en eitt þeirra fæddist andvana.
Þau bjuggu í Mjölni, Skólavegi 18, fluttust til Reykjavíkur 1987, bjuggu á Laugateigi og síðan í Hafnarfirði.
Hilmar var húsvörður við Vogaskóla.
Að síðustu dvaldi Hilmar á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hann lést 2016.

I. Kona Jóhanns Hilmars, (16. maí 1970), er Ester Árnadóttir frá Reykjarhóli í Fljótum í Skagafirði, húsfreyja, leikskólakennari, grunnskólakennari, f. 27. maí 1941.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. andvana 20. desember 1971.
2. Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 23. janúar 1973. Maður hennar Guðmundur Gunnarsson.
3. Árni Ásmundur Hilmarsson rafvirki, f. 10. október 1976. Kona hans er Bohdana Vasyluik frá Ukrainu.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 23. mars 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.