Kristinn Ólafsson (bæjarstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 10:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2019 kl. 10:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Kristinn Ólafsson á Kristinn Ólafsson (bæjarstjóri))
Fara í flakk Fara í leit
Kristinn

Kristinn Ólafsson var fæddur í Reykjavík 21. nóvember 1897 og lést 18. október 1959. Foreldrar hans voru Ólafur Arinbjarnarson, verslunarstjóri, og Sigríður Eyþórsdóttir. Kona Kristins hét Jóna Jóhanna Jónsdóttir.

Kristinn útskrifaðist með lögfræðipróf frá Háskóla Íslands árið 1923. Næsta ár var hann kosinn bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegndi því til ársloka 1928. Þá tók hann við sem fyrsti bæjarstjóri á Neskaupstað. Eftir það gegndi hann ýmsum verkefnum bæði í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun og stofnfélagi Taflfélags Vestmannaeyja 1926 og sat í fyrstu stjórn félagsins sem ritari.

Kristinn talaði um það hve góð áhrif hin undurfagra og sterka náttúra Vestmannaeyja hefði haft á skáldskap hans:

„Vestmannaeyjar voru hreinasta ævintýraland fyrir slíkan ástmög náttúrufegurðar og náttúrufræða. Flestir þeir, sem sjá Vestmannaeyjar um sumardag, er sólin skín á sundin blá og aldan leikur við unnarstein, verða bergnumdir af allri þeirri fjalladýrð og hamraprýði, allt þakið dökkgrænum gróðri frá efstu eggjum út á ystu brún, morandi af fuglalífi og litaskrauti. Og þó er allt þetta næsta bragðdauft hjá þeim rammaslag sem Ægir karl kveður þar í versta veðra ham. En það þekkir enginn, sem ekki hefur séð þetta og heyrt með eigin augum og eyrum. Sá maður, sem dvalið hefur langdvölum í Vestmannaeyjum, gleymir þeim aldrei, hvar sem hann velkist. Þau eylönd vaka í hjarta hans í ævintýraljóma, sem aldrei fellur á.“

Myndir


Heimildir