Guðný Sigríður Baldursdóttir (Vallanesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. ágúst 2019 kl. 14:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. ágúst 2019 kl. 14:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðný Sigríður Baldursdóttir''' frá Vallanesi, húsfreyja fæddist 31. janúar 1940.<br> Foreldrar hennar voru Baldur Sigurðsson (Vallanesi)|Jón ''Baldur'' Sigurðss...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðný Sigríður Baldursdóttir frá Vallanesi, húsfreyja fæddist 31. janúar 1940.
Foreldrar hennar voru Jón Baldur Sigurðsson smiður, verkamaður, f. 27. desember 1913, d. 27. apríl 2002, og kona hans Vilhelmína Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja, f. 12. nóvember 1916, d. 10. september 1972.

Börn Sigríðar og Baldurs:
1. Birkir Baldursson húsasmíðameistari, f. 27. ágúst 1936.
2. Guðný Sigríður Baldursdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1940.
3. Bjarni Halldór Baldursson bifvélavirkjameistari í Eyjum, f. 3. mars 1943, d. 25. nóvember 2017.
4. Guðbjörg Ósk Baldursdóttir húsfreyja, f. 16. nóvember 1955.

Guðný Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, lauk miðskólaprófi í Gagnfræðaskólanum 1956.
Hún vann við skógrækt í Noregi, var þerna á ms Gullfossi í 7 ár. Síðar rak hún hannyrðaverslun, var starfsmaður í prentsmiðju. Þau Guðmundur Ingi giftu sig 1970, eignuðust ekki börn.
Þau búa að Fannafold 172a í Reykjavík.

I. Maður Guðnýjar Sigríðar, (12. desember 1970), er Guðmundur Ingi Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.