Bergþóra Þórðardóttir (Bergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. ágúst 2019 kl. 16:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. ágúst 2019 kl. 16:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Bergþóra Þórðardóttir''' frá Bergi, húsfreyja fæddist þar 24. mars 1924 og lést 16. júlí 2004.<br> Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson (Bergi)|Þórður Jó...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Bergþóra Þórðardóttir frá Bergi, húsfreyja fæddist þar 24. mars 1924 og lést 16. júlí 2004.
Foreldrar hennar voru Þórður Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, skipstjóri, skipasmiður, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939, og bústýra hans Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1889, d. 4. apríl 1982.

Börn Kristínar og Þórðar:
1. Jónína Ásta Þórðardóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1918, d. 28. september 1995.
2. Bergþóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 16. mars 1924, d. 16. júlí 2004.

Barn Þórðar og Sigríðar Guðmundsdóttur vinnukonu á Bergi, f. 1886:
3. Jóhann Gunnar Þórðarson, f. 9. mars 1919, d. 9. febrúar 1920.

Barn Þórðar og Guðrúnar Þórðardóttur verkakonu, f. 31. ágúst 1882, d. 1. mars 1978:
4. Jón Sigurður Þórðarson skipasmiður, f. 17. júní 1921, d. 7. maí 2017.

Barn Þórðar og Petrúnar Ólafar Ágústsdóttur, f. 14. maí 1898 á Nesi í Norðfirði, d. 5. mars 1985:
5. Sveinbjörg Alma Þórðardóttir, f. 22. desember 1925, d. 28. mars 1936 af Keflavíkurbrunanum.

Börn Þórðar og konu hans Kristbjargar Stefánsdóttur húsfreyju, síðar í Skálanesi, f. 12. júlí 1896, d. 8. mars 1984:
6. Álfheiður Lára Þórðardóttir í Skálanesi, f. 26. febrúar 1928, d. 28. desember 2005.
7. Oddný Guðbjörg Þórðardóttir í Skálanesi, f. 15. ágúst 1929, d. 23. október 1998.
8. Ingibjörg Þórðardóttir í Skálanesi, f. 11. ágúst 1932.
9. Þóra Þórðardóttir í Skálanesi, f. 16. apríl 1939.

Bergþóra var með móður sinni á Bergi 1930 og enn 1945.
Hún var við nám í Húsmæðraskóla Ísafjarðar 1947.
Hún giftist Lárusi 1948, varð stjúpmóðir barna hans frá fyrra hjónabandi hans.
Þau bjuggu á Kirkjuvegi 43, fluttust til Reykjavíkur í Gosinu og bjuggu í Eskihlíð 29, en sneru til Eyja eins fljótt og auðið var.
Lárus lést 1990.
Bergþóra flutti til Reykjavíkur og bjó í Eskihlíð 29 meðan heilsa leyfði, en síðan á sjúkrastofnunum.
Hún lést 2004.

I. Maður Bergþóru, (24. júlí 1948), var Lárus Ársæll Ársælsson forstjóri, útgerðarmaður, f. 9. maí 1914, d. 13. ágúst 1990.
Börn Lárusar og stjúpbörn Bergþóru:
1. Sigríður Lárusdóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1936 í Skálholti.
2. Ársæll Lárusson, f. 6. nóvember 1939 í Skálholti.
3. Ágústa Lárusdóttir, f. 10. júní 1941 á Kirkjuvegi 43.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.