Karl Jóhannsson (Brekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. febrúar 2019 kl. 16:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. febrúar 2019 kl. 16:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Karl Jóhannsson (Brekku)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Karl Jóhannsson frá Brekku, verslunarmaður, sjómaður, matsveinn fæddist 29. nóvember 1906 á Brekku, d. 4. febrúar 1998.
Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson skipstjóri, húsasmiður frá Túni, f. 20. maí 1876, d. 13. janúar 1931, og kona hans Kristín Árnadóttir frá Jómsborg, húsfreyja, f. 17. september 1878 í Mið-Mörk u. V-Eyjafjöllum, d. 20. september 1926.

Börn Kristínar og Jóhanns voru:
1. Andvana fætt sveinbarn 7. nóvember 1900 í Túni.
2. Guðrún Hrefna Jóhannsdóttir, f. 11. apríl 1902 á Brekku, d. 14. desember 1945.
3. Þórsteina Jóhannsdóttir, f. 22. janúar 1904 á Brekku, d. 23. nóvember 1991.
4. Engilbert Jóhannsson, f. 26. júlí 1905 á Brekku, d. 8. janúar 1990.
5. Karl Jóhannsson, f. 29 nóvember 1906 á Brekku, d. 4. febrúar 1998.
6. Árný Svava Jóhannsdóttir, f. 23. maí 1908 á Brekku, d. 20. desember 1908.
7. Friðþjófur Jóhannsson, f. 21. maí 1910 á Brekku, d. 10. febrúar 1930.
8. Hulda Jóhannsdóttir, f. 19. október 1911 á Brekku, d. 17. september 1993.
9. Auróra Alda Jóhannsdóttir, f. 6. maí 1913, d. 11. maí 1995.
10. Bjarni Baldur Jóhannsson, f. 23. mars 1915, d. 4. apríl 1915.
11. Emma Jóna Jóhannsdóttir, f. 8. desember 1917, d. 19. mars 1989.
12. Steingerður Jóhannsdóttir, f. 27. júlí 1919, d. 21. október 2005.

Karl var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Brekku 1910 og 1920.
Þau Kristjana bjuggu á Vesturgötu 52a í Reykjavík 1930, hann sjómaður, hún verkakona.
Þau fluttust til Eyja, bjuggu í Baðhúsinu, Bárustíg 15 1934 og þar bjó Steingerður systir hans hjá þeim, en móðir hennar hafði látist 1926. Þau bjuggu þar við fæðingu Hervarar á því ári og Gunnars Þórs 1938.
Hjónin bjuggu á Hásteinsvegi 5 1940, misstu Gunnar Þór þar 1943.
Þau voru á Bifröst, Bárustíg 11 1945, eignuðust þar andvana stúlku 1946.
Á Fífilgötu 5 voru þau komin 1949.
Karl var afgreiðslumaður í Brynjólfsbúð um árabil.
Kristjana lést 1950. Karl fluttist í Garðabæ, dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði að síðustu. Hann lést 1998.

I. Kona Karls var Kristjana Jóhanna Oddsdóttir af Snæfellsnesi, húsfreyja, f. 15. september 1907, d. 5. desember 1950.
Börn þeirra:
1. Hervör Karlsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Garðabæ, f. 29. október 1934 í Baðhúsinu, d. 28. febrúar 2013.
2. Gunnar Þór Karlsson, f. 6. október 1938 í Baðhúsinu, d. 16. október 1943.
3. Andvana stúlka, f. 10. nóvember 1946 á Bifröst.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.