Guðmundur Ágústsson (Ásnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. janúar 2019 kl. 17:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. janúar 2019 kl. 17:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðmundur Ágústsson''' frá Ásnesi, framkvæmdastjóri fæddist 2. september 1918 í Birtingarholti og lést 2. desember 2001 á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Ágústsson frá Ásnesi, framkvæmdastjóri fæddist 2. september 1918 í Birtingarholti og lést 2. desember 2001 á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Jón Ágúst Guðmundsson útgerðarmaður, fiskmatsmaður, f. 1. ágúst 1878 á Þórkötlustöðum í Grindavík, d. 18. mars 1967, og kona hans, Ingveldur Gísladóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1888 á Syðri-Brúnavöllum á Skeiðum, d. 18. desember 1969.

Börn Ingveldar og Ágústs:
1. Gísli Óskar Ágústsson, f. 4. febrúar 1914, d. 3. júní 1922, hrapaði í Hánni.
2. Guðmundur Ágústsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 2. september 1918 í Birtingarholti, d. 2. desember 2001.
3. Gísli Ágústsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 6. maí 1926 í Ásnesi, d. 15. september 1998.
Barn Ágústs og Guðrúnar Jónsdóttur, f. 8. maí 1879, d. 29. janúar 1966, var
4. Jónína Sigrún Ágústsdóttir húsfreyja í Mjölni, f. 14. nóvember 1910, d. 23. október 2005.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Birtingaholti og kominn að Ásnesi 1923.
Hann lauk tveim vetrum í Gagnfræðaskólanum 1932-1934, en þriðji bekkur starfaði ekki næsta skólaár. Hann fór þá í Samvinnuskólann í Reykjavík.
Guðmundur vann að því loknu við verslunar- og skrifstofustörf í Eyjum, en fluttist til Reykjavíkur 1941 og hóf þá störf hjá Eggerti Kristjánssyni og Co. Þegar Eggert eignaðist meiri hluta í Kexverksmiðjunni Frón varð Guðmundur framkvæmdastjóri hennar, frá 1945 til 1988, þegar hann lét af störfum vegna aldurs. Hann sat einnig í stjórn nokkurra félaga.
Þau Magnea giftu sig 1942, eignuðust tvö börn, en skildu.
Hann kvæntist Guðrúnu 1960 og eignaðist með henni tvö börn.
Guðmundur lést 2001 og Guðrún 2008.

Guðmundur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (24. október 1942), var Magnea Guðlaug Hannesdóttir húsfreyja frá Hæli, f. 1. desember 1922, d. 4. júlí 2017.
Börn þeirra:
1. Edda Vilborg Guðmundsdóttir leikkona í Reykjavík, f. 23. desember 1943. Sambýlismaður hennar Elías Sv. Sveinbjörnsson.
2. Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri í Reykjavík, f. 29. júní 1947. Kona hans er Kristín Atladóttir.

II. Síðari kona Guðmundar, (4. júní 1960), var Guðrún Margrét Sigfúsdóttir frá Galtastöðum í Hróarstungu, N-Múl. , húsfreyja, f. 13. júní 1923, d. 28. desember 2008. Foreldrar hennar voru Sigfús Magnússon bóndi, f. 14. júní 1874, d. 19. október 1951, og kona hans Katrín Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1892, d. 7. ágúst 1934.
Börn þeirra:
5. Anna Katrín Guðmundsdóttir, f. 4. nóvember 1961, d. 3. júní 1964.
6. Anna Katrín Guðmundsdóttir húsfreyja, dagskrárgerðarmaður, f. 23. júní 1965. Maður hennar er Hringur Hafsteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.