Erna Þórunn Árnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. desember 2018 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. desember 2018 kl. 14:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Erna Þórunn Árnadóttir''' húsfreyja, bankagjaldkeri fæddist 15. desember 1954.<br> Foreldrar hennar voru Árni Kristinn Þorsteinsson deildarstjóri hjá Olíufélaginu hf.,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Erna Þórunn Árnadóttir húsfreyja, bankagjaldkeri fæddist 15. desember 1954.
Foreldrar hennar voru Árni Kristinn Þorsteinsson deildarstjóri hjá Olíufélaginu hf., f. 5. mars 1922 í Reykjavík, d. 17. september 2011, og kona hans Sigríður Anna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. desember 1919 á Efrabóli í Nauteyrarhreppi, N-Ís., d. 9. janúar 2003.

Erna Þórunn var með foreldrum sínum í æsku. Hún var bankagjaldkeri.
Þau Benedikt giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Faxastíg 18, Miðbæ, en síðan á Búhamri 38, uns þau fluttu til Reykjavíkur 1983.

I. Maður Ernu Þórunnar, (11. október 1975), er Benedikt Sigmundsson sjómaður, f. 9. október 1950.
Börn þeirra:
1. Hjördís Anna Benediktsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1976. Maður hennar er Svavar Guðfinnsson.
2. Þórdís Arna Benediktsdóttir húsfreyja, við nám í Danmörku, f. 31. janúar 1978. Maður hennar er Henrik Leander.
3. Árni Páll Benediktsson vélstjóri í Eyjum, síðar rafvirki hjá Orkuveitunni í Reykjavík, f. 20. júní 1982. Sambýliskona hans er Helga Corser.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Benedikt.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 2. mars 2018. Minning Önnu Hjörleifsdóttur.
  • Morgunblaðið 20. janúar 2003. Minning Sigríðar Önnu Sigurðardóttur.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.