Hjördís Anna Benediktsdóttir
Hjördís Anna Benediktsdóttir húsfreyja, iðjuþjálfi fæddist 15. febrúar 1976.
Foreldrar hennar Benedikt Sigmundson sjómaður, múrari, f. 9. október 1950, og kona hans Erna Þórunn Árnadóttir húsfreyja, bankagjaldkeri, f. 15. desember 1954.
Börn Ernu og Benedikts:
1. Hjördís Anna Benediktsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1976. Maður hennar er Svavar Guðfinnsson.
2. Þórdís Arna Benediktsdóttir húsfreyja, við nám í Danmörku, f. 31. janúar 1978. Maður hennar er Henrik Leander.
3. Árni Páll Benediktsson vélstjóri í Eyjum, síðar rafvirki hjá Orkuveitunni í Reykjavík, nú í Svíþjóð, f. 20. júní 1982. Sambýliskona er Helga Cosser.
Barn Benedikts með Kristínu Sigtryggsdóttur:
4. Sigtryggur Þór Benediktsson, f. 5. nóvember 1971 í Eyjum.
Þau Svavar giftu sig, hafa eignast eitt barn. Þau búa í Rvk.
I. Maður Hjördísar er Svavar Sigurður Guðfinnsson frá Skaftholti í Rang., landfræðingur, kennari, veghönnuður, f. 16. desember 1973. Foreldrar hans Jakobína Þórey Gunnþórsdóttir, f. 1943, og Guðfinnur Ellert Jakobsson, f. 13. desember 1943, d. 7. nóvember 2022.
Barn þeirra:
1. Jakob Ernir Svavarsson, f. 27. apríl 2017.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Hjördís Anna.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.