Steindór Sæmundsson (bifreiðastjóri)
Steindór Sæmundsson bifreiðastjóri, aðgöngumiðasali fæddist 26. janúar 1881 í Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og lést 9. ágúst 1948.
Foreldrar hans voru Sæmundur Steindórsson steinsmiður f. 22. október 1847 í Stóru-Sandvík í Flóa, d. 2. febrúar 1919 í Eyjum, og kona hans Soffía Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 24. júní 1848 í Bollagörðum á Seltjarnarnesi, d. 4. apríl 1937 á Selfossi.
Bróðir Steindórs var Einar Sæmundsson byggingameistari á Staðarfelli, f. 9. desember 1884 í Kálfhaga í Stokkseyrarhreppi, d. 14. desember 1974.
Steindór var með foreldrum sínum á Miðhúsum í Flóa 1890, með þeim í Götuhúsum á Stokkseyri 1901.
Hann var kvæntur sjómaður og sláttumaður í Götuhúsum á Stokkseyri 1910 með Guðbjörgu konu sinni og barninu Guðfinnu Jónu.
Þau fluttust til Eyja 1913, leigðu á Staðarfelli hjá Einari bróður Steindórs 1913 og 1914, á Geirlandi 1915 og 1916, í Jóhannshúsi við Vesturveg 4 1917 og síðan.
Steindór var bifreiðastjóri og miðasali og eftirlitsmaður í kvikmyndahúsi.
Steindór lést 1948 og Guðbjörg 1980.
Kona Steindórs, (1904), var Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. október 1883, d. 13. september 1980.
Börn þeirra:
1. Sófónías Sæmundur Steindórsson, f. 21. október 1905, d. 6. desember 1907.
2. Guðfinna Jóna Steindórsdóttir Wium húsfreyja, f. 27. febrúar 1909, d. 14. maí 1998.
3. Óskar Steindórsson kvikmyndasýningamaður, f. 28. maí 1920 í Jóhannshúsi, d. 14. febrúar 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.