Ritverk Árna Árnasonar/Einar Einarsson (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. febrúar 2018 kl. 11:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. febrúar 2018 kl. 11:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kynning.

Einar Einarsson.

Einar Einarsson bóndi í Norðurgarði fæddist 15. september 1892 og lést 21. mars 1967.
Foreldrar hans voru Einar Jónsson bóndi í Norðurgarði, f. 12. júní 1859 að Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 8. ágúst 1937 og kona hans Árný Einarsdóttir, f. 22. apríl 1865 að Hlíð undir Eyjafjöllum, d. 9. ágúst 1938.

Einar var bræðslumaður í Litla-Bergholti 1930, bjó þar með Guðbjörgu Guðlaugsdóttur húsfreyju, f. 30. ágúst 1873, d. 17. febrúar 1965. Hún var áður gift Sigurði Sigurðssyni sjómanni og síðan Jakobi Tranberg.
Þau Guðbjörg fluttu til Reykjavíkur og bjuggu þar.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Einar yngri er ókvæntur og barnlaus, en hefir lengst af búið með Guðbjörgu.
Einar hefir stundað fuglaveiðar og bjargferðir allt frá barnæsku, bæði á heimalandi og í úteyjum, allt fram til þess tíma, að hann flutti til Reykjavíkur. Einar var þó aldrei meira en meðalmaður til veiða, sigamaður ekki svo af bæri að neinu leyti, en hann var ákaflega þolinmóður við veiðar og iðinn. Einar var meðalmaður á hæð, en grannur og nokkuð lotinn, rauðbirkinn og ljós yfirlitum. Fremur var hann daufgerður maður í skapi, en ræðinn og félagslyndur í vinahópi, seintekinn og fáskiptinn, og fannst sumum hann mislyndur og stirfinn í skapgerð.
En Einar var vinfastur og tryggur þar, sem hann tók því, og báru vinir hans hlýjan hug til hans. Hann var Elliðaeyingur af lífi og sál, en var þó í Suðurey, a.m.k. eitt sumar. Hann var mikið við aðrar fuglaveiðar í úteyjum, og var þar góður liðsmaður, enda oftast göngumaður. Sannaðist á honum, að kemst sitt, þótt hægt fari.

ctr


Einar Einarsson, Guðbjörg sambýliskona hans og Ólöf Sjöfn Gísladóttir sonardóttir hennar.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.