Lárus Halldórsson (Velli)
Lárus Halldórsson bóndi, útgerðarmaður, fiskkaupandi á Velli, verkamaður á Gunnarshólma fæddist 18. febrúar 1873 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum og lést 11. apríl 1957.
Foreldrar hans voru Halldór Jón Stefánsson bóndi, f. 5. júní 1831, d. 16. maí 1901, drukknaði á leið til Eyja, og kona hans Geirlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1836, d. 22. maí 1910.
Halldór Jón var bróðir Gísla Stefánsonar í Hlíðarhúsi.
Lárus fluttist til Eyja 1900 og var vinnumaður í Holti. Þau Elsa giftu sig síðla ársins og bjuggu í London. Þar fæddist Ólafía Halldóra 1902. Þau bjuggu á Velli 1905. Þar fæddist Óskar á því ári og síðan börn þeirra, síðust fæddist Unnur Halla 1916.
Þau bjuggu enn á Velli 1922, en voru skilin 1923.
Lárus reisti Gunnarshólma 1924 og bjó þar með ráðskonu, en Elsa var enn á Velli.
Ráðskona hans var Kristjana Elísabet Kristjánsdóttir frá Skógarströnd, f. 1. ágúst 1897 á Innra-Leiti. Þau eignuðust anvana dreng 1931. Með þeim voru fósturbörn á ýmsum skeiðum, en elst og lengst var Kristín Vestmann Valdimarsdóttir, síðar húsfreyja á Gunnarshólma, f. 23. júlí 1926, d. 29. desember 1993, gift Þorsteini Jónssyni, verslunarmanni. Þar var einnig í fóstri Kolbrún Vestmann Jónsdóttir, f. 10. júní 1928. Hún var fósturbarn hjá þeim 1930, en lést 1931. Munda Guðrún Ólafsdóttir, f. 1933 og Theodór Ragnar Einarsson, f. 1937 voru þar 1940 og 1945.
1949 var Lárus þar með Ólafi syni sínum.
Hann bjó á Velli til dd. 1957.
Kona Lárusar, (15. nóvember 1900, skildu), var Elsa Dóróthea Ólafsdóttir frá London, f. 27. júlí 1879, d. 27. september 1956.
Börn þeirra:
1. Ólafía Halldóra Lárusdóttir, f. 27. október 1902, d. 9. mars 1925.
2. Óskar Lárusson, f. 6. ágúst 1905.
3. Ágúst Theodór Lárusson, f. 13. ágúst 1907, d. 7. júlí 1933.
4. Ólafur Lárusson, f. 16. september 1909, d. 14. ágúst 1973.
5. Einar Geir Lárusson, f. 24. september 1913.
6. Unnur Halla Lárusdóttir, f. 26. september 1916.
II. Bústýra Lárusar var Kristjana Elísabet Kristjánsdóttir, f. 1. ágúst 1897, d. 29. júli 1946.:
Barn þeirra var
1. Andvana drengur, f. 18. maí 1931 á Gunnarshólma.
Fósturbörn þeirra voru:
2. Kristín Vestmann Valdimarsdóttir, f. 23. júlí 1926, d. 29. desember 1993.
3. Kolbrún Vestmann Jónsdóttir, f. 10. júní 1928, d. 29. júní 1931.
4. Munda Guðrún Ólafsdóttir, f. 12. ágúst 1933, d. 17. janúar 2015. Hún er ætíð skráð Ingvarsdóttir í húsvitjunum og á manntölum í Eyjum.
5. Theodór Ragnar Einarsson, f. 24. apríl 1937, d. 12. nóvember 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.