Ólafur Lárusson (Velli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Lárusson.

Ólafur Lárusson frá Velli, málarameistari fæddist þar 16. september 1909 og lést 14. ágúst 1973.
Foreldrar hans voru Lárus Halldórsson bóndi, útgerðarmaður, fiskkaupandi á Velli, síðar verkamaður á Gunnarshólma, f. 18. febrúar 1873 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, d. 11. apríl 1957, og kona hans Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1879 í London, d. 27. september 1956.

Börn Elsu Dórótheu og Lárusar:
1. Ólafía Halldóra Lárusdóttir vinnukona, f. 27. október 1902, d. 9. mars 1925.
2. Óskar Lárusson sjómaður, f. 6. ágúst 1905, d. 1. nóvember 1955.
3. Ágúst Theodór Lárusson sjómaður, f. 13. ágúst 1907, d. 7. júlí 1933.
4. Ólafur Lárusson málarameistari, f. 16. september 1909, d. 14. ágúst 1973.
5. Einar Geir Lárusson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 24. september 1913, d. 22. ágúst 1997.
6. Unnur Halla Lárusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 26. september 1916, d. 20. desember 2004.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann vann við málningu hjá Engilberti Gíslasyni í 3-4 ár, en varð síðan nemandi hjá Einari Lárussyni í eitt ár.
Hann fékk sveinsbréf í Eyjum 1939 og meistarabréf þar 1945 og rak sjálfstæða starfsemi þar og í Reykjavík, en síðustu árin vann hann hjá Antoni Bjarnsyni.
Ólafur fékkst við listmálun og smíðar í tómstundum.
Þau Ólöf Guðfinna giftu sig 2. ágúst 1954. Þau eignuðust ekki börn saman.

I. Kona Ólafs, (2. ágúst 1954), var Ólöf Guðfinna Jakobsdóttir frá Felli í Mýrdal, húsfreyja, saumakona, f. 28. júlí 1908, d. 13. mars 1995. Foreldrar hennar voru Jakob Björnsson vinnumaður, bóndi, tómthúsmaður í Vík, f. 14. ágúst 1864 í Holti í Mýrdal, drukknaði í útróðri frá Vík 26. maí 1910, og kona hans Guðríður Pétursdóttir húsfreyja, f. 14. júní 1863 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 12. nóvember 1823 í Reykjavík.
Þau voru barnlaus, en Ólöf Guðfinna átti barn frá fyrra sambandi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.