Ásta Jónsdóttir (Kirkjubæjarbraut 7)
Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja fæddist þar 1. nóvember 1926.
Foreldrar hennar voru Jón Pálsson Andrésson frá Kleifum í Kaldbaksvík, bóndi, verkstjóri Hlíðarenda á Ísafirði, f. 18. maí 1889, d. 3. febrúar 1970, og kona hans Þorgerður Kristjánsdóttir frá Súðavík, húsfreyja, f. 17. ágúst 1888, d. 5. apríl 1935.
Síðari kona Jóns, móðursystir og stjúpmóðir Sigurbjargar Ástu, var
Guðrún Margrét Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1895, d. 7. júní 1977.
Börn Jóns og Þorgerðar fyrri konu hans, sem bjuggu í Eyjum:
1. Þorgerður Sigríður Jónsdóttir húsfreyja f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003.
2. Margrét Anna Jónsdóttir húsfreyja á Hilmisgötu 13, síðar í Kópavogi, f. 20. júlí 1925, d. 27. september 2016.
2. Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir húsfreyja á Kirkjubæjarbraut 7, f. 1. nóvember 1926.
Ásta var með foreldrum sínum á Hlíðarenda á Ísafirði 1930, en móðir hennar lést 1935. Guðrún Margrét Kristjánsdóttir móðursystir hennar tók við heimilinu og annaðist börnin.
Ásta fluttist til Eyja með Þormóði haustið 1951, bjó með honum á Reyni, eignaðist Bjarna í febrúar og giftist honum á árinu.
Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 7 við fæðingu Stefáns 1957.
Ásta vann verkakvennavinnu, m.a. í Þurrkhúsinu og einnig var hún starfsmaður á Sjúkrahúsinu.
Þau fluttu sig á Urðaveg 52 1961 og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykjavíkur 1969. Þar var Þormóður bifreiðastjóri hjá Skeljungi og stundaði til starfsloka 1997 og Ásta vann við Landspítalann í aldarfjórðung.
Þormóður lést 2002.
Ásta býr nú í eigin íbúð í Gullsmára í Kópavogi.
I. Maður Ástu, (1. júní 1952), var Þormóður Stefánsson vélstjóri, bifreiðastjóri, f. 9. ágúst 1927, d. 27. júní 2002.
Börn þeirra:
1. Bjarni Þormóðsson kennari, húsamálari, f. 10. febrúar 1952 á Reyni.
2. Stefán Þormóðsson kerfisfræðingur, f. 15. september 1957 á Kirkjubæjarbraut 7.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bjarni og Stefán.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 5. júlí 2002. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.