Stefán Þormóðsson (kerfisfræðingur)
Stefán Þormóðsson kerfisfræðingur fæddist 15. september 1957 að Kirkjubæjarbraut 7 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Þormóður Stefánsson bifreiðastjóri, f. 9. ágúst 1927, d. 27. júní 2002, og kona hans Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1926, d. 21. október 2022.
Börn Ástu og Þormóðar:
1. Bjarni Þormóðsson kennari, húsamálari, f. 10. febrúar 1952 á Reyni.
2. Stefán Þormóðsson kerfisfræðingur, f. 15. september 1957 á Kirkjubæjarbraut 7.
Stefán var með foreldrum sínum í æsku, á Kirkjubæjarbraut og við Urðaveg 52, flutti til Rvk 1969.
Hann varð stúdent í MH 1977, er að mestu sjálfmenntaður kerfisfræðingur.
Stefán vann hjá Eimskip 1977-1981 og hefur unnið hjá Olís frá 1981.
Þau Anna Jóna gifu sig 1987, eignuðust tvö börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Kona Stefáns, (6. júní 1987), er Anna Jóna Jónmundsdóttir, húsfreyja, skólaliði í leikskóla, f. 14. ágúst 1957 í Rvk. Foreldrar hennar Jónmundur Jónas Gíslason málarameistari í Rvk, f. 4. desember 1925 á Hofsósi, d. 11. maí 2019, og kona hans Sigríður Hjördís Jónsdóttir, f.10. apríl 1936 í Skagafirði, d. 3. september 1983.
Börn þeirra:
1. Bjarni Þór Stefánsson, lagerstjóri, f. 25. janúar 1994.
2. Jón Þór Stefánssson, þjónustufulltrúi hjá Olís, f. 16. júlí 1996. Kona hans Margrét Rún Styrmisdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Stefán.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.