Barnaskólinn í Vestmannaeyjum 1880-1930/Barnaskólinn/Gjörðabók/Gjörðabók fyrir skólanefndina í Vestmannaeyja skólahéraði 1909-1932 texti bls. 41-50

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. maí 2017 kl. 15:06 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. maí 2017 kl. 15:06 eftir Karibjarna2 (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Bls. 41


hann hefði útvegað kvenmann, Þórunni Magnúsdóttur í Nýjahúsi, til þess að ræsta skólann og Berg Jónsson í Stafholti til þess að ræsta salernin.

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
Sigurður Sigurfinnsson Árni Filippusson Jes A. Gíslason
Br. Sigfússon Sveinn P. Scheving.


Laugardaginn 27. nóvember 1915 átti skólanefnd Vestmannaeyjaskólahjeraðs fund með sjer að Ásgarði.
Af nefndarmönnum vantaði Brynjólf Sigfússon.

Formaður lýsti yfir því að til fundarins hefði verið kvatt, eftir ósk skólastjóra Björns H. Jónssonar, sem óskaði að eiga tal við skólanefndina út af sérstöku máli. Var skólastjóri Björn H. Jónsson mættur á fundinum og var honum veitt orðið.

Skýrði skólastjóri frá því, að það sem fyrir sjer hefði vakað með því að fá skólanefndina á fund, væri að eiga tal við nefndina um fyrirhugaða skólabyggingu skólahjeraðsins. Eptir að skólastjóri hafði með nokkrum orðum skýrt nauðsyn nýrrar skólabyggingar lýsti hann yfir því að hann byði skólanefndinni aðstoð sína til þess að gera ýtrustu tilraun til þess að hrinda málinu áfram, leita fyrir sjer um styrk til skólabyggingar, komast eftir með hverjum kjörum efni væri fáanlegt o.s.frv. Eptir talsverða umræður og skýringar málsins frá ýmsum hliðum gerði skólanefndin svohljóðandi ályktun:

Skólanefndin telur tilboð skólastjóra Björns H. Jónssonar mjög aðgengilegt og ályktaði í einu hljóði að mæla eindregið með því að hreppsnefnd Vestmannaeyjahrepps veiti honum umboð til þeirra málaleitana og ráðstafana, sem hann álítur vera nauðsynlegar til að undirbúa og framkvæma byggingu skólahúss handa hjeraðinu á næsta ári
Fleira fjell ekki fyrir fundinn. Fundi slitið.
Sigurður Sigurfinnsson Jes A. Gíslason
Árni Filippusson Sveinn P. Scheving


Bls. 42


Laugardaginn 29. apríl 1916, átti skólanefndin í Vestmannaeyjaskólahjeraði fund með sjer að Ásgarði.

Af nefndarmönnum voru allir mættir nema formaðurinn Sigurður Sigurfinnsson, sem var sjúkur í Reykjavík.
Í stað formanns stýrði Árni Filippusson fundinum og las hann upp brjef frá skólastjóra Birni H. Jónssyni ásamt áætlun yfir búsútgjöld hans fyrir fardagaárið 1916-1917. Efni brjefsins það, að skólastjóri fer fram á að laun hans verði bætt svo, að hann geti lifað sómasamlega, án þess að safna skuldum, að öðrum kosti sjái hann sjer ekki fært að vera lengur við þessi skólastörf hjer, hann verði að leita annað. Nefndin athugaði gaumgæfilega innihald brjefs skólastjóra ásamt hinni framlögðu áætlun hans um útgjöld hans næsta fardagaár og játaði fyllilega að kröfur um launahækkun væru á sanngirni byggðar.
Eptir talsverðar umræður kom nefndin sjer saman um það, að ráða skólastjóra Björn H. Jónsson með 1500 – fimmtán hundrað – króna árslaunum og auk þess 200 – tvöhundruð – króna húsaleigustyrk fyrir næstkomandi skólaár 1916-1917.
Nefndin tók ennfremur til athugunar það atriði skólareglugerðarinnar hvenær skólinn skyldi byrja sinn árlega starfa. Kom nefndin sjer saman um, að nauðsyn bæri til, ýmsra ástæðna vegna, að breyta þeim tima, þannig að kennsla í skólanum byrjaði 1. dag októbermánaðar í stað 1. dag september og endaði því mánuði síðar, semsje 31. dag marsmánaðar í stað síðasta dag febrúarmánaðar ár hvert.

Nefndin varð í einu hljóði ásátt um þessa breytingu og ákvað að sú breyting skyldi komast á við byrjun næsta skólaárs og skólinn því byrja næst 1. október 1916.

Nefndin brýndi það fyrir varaoddvita

Sjá samning á bls. 190


Bls. 43


hreppsnefndarinnar, sem jafnframt er skólanefndarmaður, að sjá um að reikningur skólans fyrir hið liðna ár væri saminn í tíma og ennfremur að skýrslur skólans og umsókn um fjárstyrk til skólans yrðu afgreitt í tæka tíð.

Fleira fjell ekki fyrir fundinn og var þá fundi slitið.
Árni Filippusson Jes A. Gíslason
Sveinn P. Scheving Brynj. Sigfússon


Ár 1916, hinn 24. júní átti skólanefnd Vestmannaeyja fund með sjer að Heiði.
Mættu þá aðeins 3 nefndarmenn, þeir Sigurður Sigurfinnsson, Sveinn P. Scheving og Árni Filippusson.
Þá var lagður fram reikningur barnskólans fyrir skólaárið 1915 og 1916 með 26 fylgiskjölum. Var reikningurinn athugaður, samþykktur og undirskrifaður á fundinum.

Einnig voru lagðar fram, yfirskoðaðar og undirskrifaðar hinar fyrirskipuðu skýrslur skólans fyrir sama skólatímabíl í tvennu lagi.
Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið.
Sigurður Sigurfinnsson
Árni Filippusson Sveinn P. Scheving


Árið 1916, 16. júlímánaðar var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði. Allir skólanefndarmenn mættu.

Formaður nefndarinnar las upp brjef frá yfirkennara Birni H. Jónssyni, dags í dag, um kennaraefni, Guðjón Guðjónsson frá Skarfhóli í Miðfirði, sem gefur kost á sjer sem kennara skólans næsta ár með 600 kr. launum.
Einnig las formaður upp brjef, dags 24. f. m., frá Guðnýju Jónsdóttur, þar sem hún sækir um kennslustarfa við barnaskólann. Einnig lýsti formaður yfir því að Jónína Þórhallsdóttir ætli sjer að hafa á hendi kennslu við skólann næstkomandi skólaár. Nefndin áleit að kennarakonan Jónína Þórhallsdóttir
Sjá samninga bls. 190 og 191


Bls. 44


hjeldi að sjálfsögðu starfa sínum áfram, fyrst hún gæfi kost á sjer.

Um hina kennarana: þau Guðnýu Jónsdóttur og Guðjón Guðjónsson urðu nokkrar umræður en sökum þess að skólanefndin sá fram á, að hún myndi lenda í vandræðum með leikfimiskennslu sem Guðný var ekki fánleg til að taka að sér, en Guðjón þar á móti fús til, auk þess sem hann hafði góð meðmæli frá skólastjóra Magnúsi Helgasyni og skólastjóra Birni H. Jónssyni, þá afrjeð nefndin í einu hljóði að veita Guðjóni Guðjónssyni kennslustarfann við skólann næsta ár með 600 kr. launum.
Því næst var kosinn formaður og ritari skólanefndarinnar fyrir næsta ár og var Árni Filippuson kosinn formaður og Jes. A. Gíslason ritari.
Fleira fjell ekki fyrir fundinn og var fundi slitið.
Árni Filippusson Jes A. Gíslason
Sveinn P. Scheving Brynj. Sigfússon [[Sigurður Sigurfinnsson (hreppstjóri)::
|Sigurður Sigurfinnsson]]


Ár 1916, þriðjud. 26. sept., hjelt skólanefndin fund með sjer að Ásgarði til þess að ræða um það að barnaskólahús hreppsins hefur verið tekið til sóttkvíunnar og því fyrirsjáanlegt að ekki verður byrjuð þar kennsla 1. n. m. og ekki um ófyrirsjáanlega langan tíma. Eptir nokkrar umræður kom nefndin sjer saman um, að senda stjórnarráði Íslands svolátandi símskeyti:

Skólahús hjeraðsins hefur af lögreglustjóra verið tekið til afnota við mislingavarnir að skólanefnd forspurðri. Hefur lögreglustjóri vald eða heimild til þessa? Hvernig á skólanefnd að haga sér ef skólahald sem á að byrja fyrsta október verður fyrirbygt um lengri eða skemmri tíma? Svar óskast sem fyrst.
Fleira fjell ekki fyrir fundinn. Fundi slitið.
Árni Filippusson Jes A. Gíslason
Br. Sigfússon Sveinn P. Scheving


Bls. 45


Mánudaginn 9. okt. 1916 átti skólanefnd Vestmannaeyja fund með sjer að Ásgarði. Fundarmenn allir mættir.

Tilefni fundarins voru tvö brjef frá kennurum skólans, annað frá þeim Eiríki Hjálmarssyni og Ágústi Árnasyni, en hitt frá Jónínu Þórhallsdóttur. Brjef hinna fyrri dags. í gær, en hið síðara í dag. Efni brjefanna: að farið er fram á (dýrtíðar)uppbót á launum við skólanefndina fyrir hið nýbyrjaða skólaár.

Eptir nokkrar umræður kom nefndin sjer saman um, að veita þeim Ágústi Árnasyni og Jónínu Þórhallsdóttur 250 kr. dýrtíðaruppbót hvoru yfir skólaárið (1916-17) og Eiríki Hjálmarssyni 300 kr. dýrtíðaruppbót fyrir sama tíma.
Nefndin vill geta þess sem ástæðu fyrir því að Eiríki er veitt ríflegri uppbót en hinum, að hann hefur um langan tíma unnið að kennslustörfum hjer fyrir mjög lágt kaup, en sökum aldurs á óhægt um vik að leita sjer aukavinnu sem áreynsla er samfara.
Aukatímunum þremur sem ætlaðir eru 1. bekk skólans, kom nefndin sjer saman um við skólastjóra, að kennarar skólans skiptu með sjer eftir eigin geðþótta með umsömdum launum: 100 kr. fyrir hvern tíma eða 300 kr. alls.

Skólastjóri lagði fram tímatöflur skólans og var skólanefnd þeim samþykk eins og þær lágu fyrir.

Nefndin fól skólastjóra fyrir hennar hönd að gera þeim sem ættu börn á skólaaldri, en ætluðu þeim heimkennslu, aðvart með auglýsingu að sækja um undanþágu frá skólagöngu fyrir börn sín fyrir 15. þ. m.
Formaður nefndarinnar lagði fram tvö brjef frá umsjónarmanni fræðslumála. Var annað tilkynning um kennslustyrk skólans, 600 kr. fyrir hið liðna ár úr landssjóði. Brjefið það dags. 1. ág. þ. á.

Hitt brjefið, dags. 9. sept. þ. á. ræðir um ýmsar varúðarreglur um heilsu barna í barnaskólum, sem sjeu undir sjerstakri gæslu hjeraðslæknis er gefi vottorð þar um í lokin.
Söngkennara fyrir skólaárið rjeð nefndin Brynjólf organista Sigfússon.

Formaður skýrði frá því að hann hefði ráðið Berg Jónsson í Stafholti til þess að ræsta salerni skólans, en Þórunni Magnúsdóttur í Nýjahúsi til að ræsta skólahúsið. Berg fyrir 25-30 kr. alls og Þórunni fyrir 25 kr. um mánuðinn.
Fleira fjell ekki fyrir fundinn. Fundi slitið.
Árni Filippusson Br. Sigfússon
Sveinn P. Scheving Jes A. Gíslason


Bls. 46


Sunnudaginn 19. nóvember 1916 átti skólanefnd Vestmannaeyja fund með sjer að Ásgarði.
Á fundinum mættu allir nefndarmenn einnig hinn nýkosni skólanefndarmaður Gunnar Ólafsson.
Formaður skólanefndarinnar las upp brjef dags. 18. þ. m. frá tveimur kennurum skólans, þeim Eiríki Hjálmarssyni og Ágústi Árnasyni, þar sem þeir fara fram á ríflegri launahækkun, en þá launahækkun, sem skólanefndin hafði samþykkt til handa nefndum kennurum á síðasta skólanefndarfundi 9. okt. síðastl.
Eptir nokkrar umræður kom nefndin sjer saman um að veita nefndum kennurum 150 króna bráðabirgðauppbót hvorum auk áður tilnefndrar bráðabirðgðaruppbótar þannig að hvor þeirra hafi að launum 850 krónur fyrir yfirstandandi skólaár.

Þvínæst var tekið fyrir að gera áætlun um kostnað við skólahaldið á yfirstandandi skólaári og var á þessa leið:

1. Laun kennara

    a. Laun Björns H. Jónssonar     (1500 +200 	kr. 1.700.00	
    b.          Eiríks Hjálmarssonar	  „       850.00	
    c.          Ágústs Árnasonar 	  „      850.00	
    d.          Jónínu Þórhallsdóttur	  „      700.00	
    e.          Guðjóns Guðjónssonar	  „      600.00	
    f.           Aukabekkurinn tímakennsla	  „      300.00	  5.000.00

4. Ræsting (skólahúss 150.00 + salerna 25.00) 175.00 2. a. Kol 495.00

    b.           Annað eldsneyti (spýtur og olía)	          25.00	     520.00
6.               Sápa og sódi		       20.00
5.               Aukaræsting (árleg)		       40.00
7.               Viðhald kennsluáhalda		       20.00
8.               Ýmis gjöld		       15.00
3.                Ljósgjald		     125.00

kr. 5.915.00

Var formanni nefndarinnar falið að birta hreppsnefndinni gjaldaáætlun þessa til samþykktar.

Fleira fjell ekki fyrir fundinn. Fundi slitið.

Árni Filippusson Jes A. Gíslason
Brynj. Sigfússon Gunnar Ólafsson


Sjá samninga bls. 192


Bls. 47


Brjef.

Ásgarði 21. nóvember 1916.

Í nafni skólanefndarinnar í Vestmanneyja skólahjeraði varð jeg hjer með að tjá hinni heiðruðu hreppsnefnd í Vestmannaeyjahreppi, að þegar skólanefndin hinn 19. þ. m. samdi og afgreiddi til hreppsnefndarinnar áætlun um kostnað við skólahald hjeraðsins á yfirstandandi skólaári, hefur því miður gleymst einn gjaldaliður, semsje borgun til hr. Brynjólfs Sigfússonar fyrir söngkennslu í skólanum. Sú borgun er og hefur verið greidd eftir tímatali og áætlast nú 85 krónur, sem því þarf að bæta við áður áætlaða upphæð kr. 5.915.00. Áætlaður kostnaður við skólahaldið yfirstandandi skólaár verður því alls kr. 6.000.00

Virðingarfyllst
Árni Filippusson
p. t. formaður skólanefndarinnar.


Til

hreppsnefndarinnar í Vestmannaeyjahreppi


Fimmtudaginn 15. mars 1917 átti skólanefndin í Vestmannaeyjum fund með sjer að Ásgarði.

Allir nefndarmenn mættu.

Tilefni fundarins var að svara spurningum frá umsjónarmanni fræðslumálanna um tekjur barnakennaranna við barnaskólann í Vestmannaeyjum árið 1916, sem síðan yrði byggður á útreikningur á dýrtíðaruppbót barnakennaranna, samkv. þingsályktun Alþingis 1917.
Spurningunum var svarað af nefndinni eftir bestu vitund og launin fyrir 5/6 skólatímabilsins, að undanteknum launum söngkennara og leikfimiskennara, sem miðuð voru við heilt skólatímabil (1915/16 ) gefin upp á þennan hátt: Björn H. Jónsson 1100 kr. og auk þess hlunnindi: 200 kr. húsaleigustyrkur, Ágúst Árnason:700 kr., Eiríkur Hjálmarsson: 625 kr., Guðjón Guðjónsson: 450 kr., Jónína Þórhallsdóttir 350 kr., Guðný Jónsdóttir:208 kr. 33 a, Brynjólfur Sigfússon ca 70 kr., Bjarni Björnsson 24 kr.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið.
Árni Filippusson Jes A. Gíslason
Brynj. Sigfússon Sveinn P. Scheving


Sjá hinumegin.


Bls. 48


Eftirrit.
Skýrsla


Um tekjur barnakennara við barnaskólann í Vestmannaeyjum árið 1916, sem á að leggja til grundvallar fyrir
útreikningi á dýrtíðaruppbót barnakennara samkvæmt þingsályktun alþingis 1917.
Spurningar Svör 1. Hver var kennari, eða hverjir voru kennarar almanaksárið 1916? 1. Björn H. Jónsson 2. Ágúst Árnason 3. Eíríkur Hjálmarsson 4. Guðjón Guðjónsson 5. Jónína Þórhallsdóttir 6. Guðný Jónsdóttir 7. Brynjólfur Sigfússon (söngkennari) 8. Bjarni Björnsson (leikfimikennari) 2. Hve margar vikur kenndi hann, eða þeir, hver um sig á almanaksárinu 1916 ? Nr. 1, 2, 3, kenndu 5 mánuði hver

 „   4 og 5 kenndu 3 mánuði hver
 „   6 kenndi 2 mánuði 
 „   7 og 8 höfðu tímakennslu 

3. Hve mikið kaup hafði hver kennari í peningum sama ár? Nr. 1: kr. 1100.00, Nr. 2: kr. 700.00, Nr. 3:kr. 625.00, Nr. 4: kr. 450.00, Nr. 5: kr. 350.00, Nr. 6: kr. 208.33, Nr. 7: kr. 70.00, Nr. 8: kr. 24.00 4. Hafði hann, eða þeir, nokkur hlunnindi auk kaups í peningum og hve mikið eru þau hlunnindi metin til peninga? Nr. 1, hafði að hlunnindum, auk kaups í peningum, skólaárið 1916/17 húsaleigustyrk kr. 200.00, aðrir engin hlunnindi.
5. Hefir kennaranum, eða kennurunum verið veitt dýrtíðaruppbót fyrir árið 1916, og ef svo er, hve mikið hverjum kennara? Dýrtíðaruppbót ekki veitt, en lítilsháttar launahækkun

(Aftaná skjalið voru skrifaðar svo látandi)
Athugasemdir:

1. Að undanförnu hefir skólinn verið settur


Bls. 49



í byrjun septembermánaðar og haldinn til loka febrúarmánaðar, þ. e. 6 mánuðir, en næstl. ár var sú breyting gerð á skólahaldinu að hann skyldi byrja 1. október og haldast til loka marsmánaðar. Þess vegna verður skólahald á almanaksárinu 1916 ekki nema 5 mánuðir þótt skólatíminn sé nú 6 mánuðir, eins og áður. Svarið við 3ju spurningunni er því miðað við 2/6 af skólatímabilinu 1915/16 og 3/6 skólatímabilsins 1916/17, þ. e. 5/6 heils skólatímabils.

2. Guðný Jónsdóttir og Bjarni Björnsson kenndu hér skólaárið 1915/16, en Guðjón Guðjónsson og Jónína Þórhallsdóttir byrjuðu kennslu hér í byrjun yfirstandandi skólaárs, hinir þeir sömu bæði
skólaárin.

Vestmannaeyjum 15. mars 1917.
Árni Filippusson Jes A. Gíslason
Brynj. Sigfússon Sveinn P. Scheving Gunnar Ólafsson

Ár 1917, þriðjudaginn 22. maí, var skólanefndarfundur haldinn að Ásgarði. Allir skólanefndarmennirnir mættu.

Efni fundarins var að ræða um væntanlegt skólahald næsta skólaár 1917-´18 og hvað gera skuli, ef til þess kæmi að enginn skóli yrði haldinn gagnvart hinum ráðnu kennurum skólans.
Umræður skólanefndarinnar snérust aðallega um það að reyna ef kleift væri, að hafa lítilsháttar kennslu í nýja skólanum fyrir 70-80 börn, sem skipt yrði í 2 flokka og nyti hvor flokkurinn kennslu annanhvern dag.
Að sagt yrði upp í tæka tíð öllum kennurum skólans en þrem eða fjórum sem yrði gefinn kostur á að taka ½ kennslulaun hvort sem kennslan yrði nokkur eða engin.
Þegar hjer var komið, var hreppsnefndin mætt á fundi með skólanefndinni til þess sameiginlega að taka ákvarðarnir um málefni það, sem fyrir fundinum lá.
Eptir nokkrar umræður, var borin upp svolát-


Bls. 50


andi tillaga:

Fundurinn áleit, að heppilegt væri, ef þess yrði kostur, að hafa lítilsháttar kennslu í nýja skólahúsinu næsta skólaár 1917/18 fyrir 70 til 80 börn, sem skipt yrði í tvo flokka og nyti hvor flokkurinn kennslu annanhvorn dag, þó skal öllum kennurum skólans sagt upp kennslustarfinu við skólann í tæka tíð, en þeim Birni H. Jónssyni, Eiríki Hjálmarssyni og Ágústi Árnasyni yrði gefinn kostur á að taka ½ kennslulaun fyrir skólaárið, hvort sem kennslan verður nokkur eða engin næsta skólaár 1917/18, ætlast er til þess, að hinir þrír tilnefndu kennarar, annist kennslu þá, sem fram kynni að fara og að hið áskilda kaup fái kennararnir ekki, ef þeir víkja burtu búferlum úr skólahjeraðinu.
Fleira fjell ekki fyrir fundinn. Fundi slitið.
Árni Filippusson Jes A. Gíslason Sveinn P. Scheving
Brynj. Sigfússon Högni Sigurðsson
Kristján Ingimundsson Símon Egilsson Jón Guðmundsson


Ár 1917, hinn 23. júní átti skólanefnd Vestmannaeyja fund með sjer að Ásgarði.
Aðeins 3 nefndarmenn mættu.

Þá var lagður fram reikningur yfir tekjur og gjöld barnaskóla skólahjeraðsins skólaárið 1916/17 með 19 fylgiskjölum. Var reikningurinn athugaður samþykktur og undirskrifaður.
Einnig voru lagðar fram, yfirskoðaðar og undirskrifaðar fyrirskipaðar prófskýrslur skólans.
Formanni skólanefndarinnar var falið að afgreiða til yfirstjórnar fræðslumálanna reikninginn og skýrslurnar og sækja um leið um að skólahjeraðinu veitist hluttaka í landssjóðsstyrknum til barnafræðslu svo framarlega sem skólahald verður mögulegt vegna kolaleysis. Einnig að koma á framfæri ósk skólanefndarinnar um


Bls. 50


það að annaðhvort gjöri stjórnarráð Ísland ráðstafanir til þess að hér verði fáanleg kol til notkunar við skólahald, eða þá veiti undanþágu frá skólahaldi skólaárið 1917-1918 (ef kol verða ófáanleg vegna heimsstyrjaldarinnar).

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið
Árni Filippusson Brynj. Sigfússon
Sveinn P. Scheving








































gjöld barnaskóla skólahjeraðsins skólaárið 1916/17 með 19 fylgiskjölum. Var reikningurinn athugaður samþykktur og undirskrifaður. Einnig voru lagðar fram, yfirskoðaðar og undirskrifaðar fyrirskipaðar skýrslur skólans.

  Formanni skólanefndarinnar var falið að afgreiða til yfirstjórnar fræðslumálanna reikninginn og skýrslurnar og sækja um leið um að skólahjeraðinu veitist hluttaka í landssjóðsstyrknum til barnafræðslu svo framarlega sem skólahald verður mögulegt vegna kolaleysis.  Einnig að koma á framfæri til skólanefndarinnar um það að annaðhvort gjöri stjórnarráð Ísland ráðstafanir til þess að hér verði fáanleg kol til notkunar við skólahald, eða þá veiti undanþágu frá skólahaldi skólaárið 1917-1918 (ef kol verða ófáanleg vegna heimsstyrjaldarinnar).

Fleira fjell ekki fyrir. Fundi slitið

Árni Filippusson Brynj. Sigfússon Sveinn P. Scheving