Guðríður Ólafsdóttir (Karlsbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. janúar 2017 kl. 11:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. janúar 2017 kl. 11:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðríður Ólafsdóttir''' frá Fagradal í Mýrdal, húsfreyja á Karlsbergi við Heimagötu 20, fæddist 21. október 1919 og lést 21. október 1984.<br> For...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðríður Ólafsdóttir frá Fagradal í Mýrdal, húsfreyja á Karlsbergi við Heimagötu 20, fæddist 21. október 1919 og lést 21. október 1984.
Foreldrar hennar voru Ólafur Jakobsson bóndi, f. 2. mars 1895 í Skammadal í Mýrdal, d. 18. júlí 1985, og kona hans Sigrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. október 1894 í Heiðarseli á Síðu, d. 26. febrúar 1997.

Guðríður var með foreldrum sínum til 1940.
Þá fluttist hún til Eyja, var verkakona í Reykholti á því ári.
Þau Pétur giftu sig 1942 og bjuggu í Fagurlyst með Erlingi og Sigrúnu 1945, á Stóru-Heiði 1947, en voru komin á Heimagötu 20 1948 með fjögur börn sín. Þar fæddust Ingibjörg og Guðrún og þar bjuggu þau síðan í Eyjum meðan friður gafst, en hús þeirra eyðilagðist í Gosinu 1973.
Þau fluttust á Eyrarbakka og bjuggu þar meðan báðum entist líf.
Guðríður lést 1984. Pétur sneri til Eyja 1986. Hann lést 2012.

Maður Guðríðar, (1942), var Guðni Pétur Sigurðsson vélstjóri, skipstjóri, f. 30. júlí 1921, d. 16. mars 2012.
Börn þeirra:
1. Sigurður Erling Pétursson skipstjóri, útgerðarmaður, bóndi, f. 25. október 1942.
2. Sigrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 19. september 1944.
3. Erla Pétursdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1947.
4. Svana Pétursdóttir húsfreyja, f. 4. september 1948.
5. Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1952.
6. Guðrún Pétursdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1956.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. mars 2012.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.