Ingibjörg Jónsdóttir (Pálsbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. janúar 2017 kl. 15:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. janúar 2017 kl. 15:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingibjörg Jónsdóttir''' frá Pálsbæ á Stokkseyri fæddist 27. febrúar 1869 í Lindarbæ í Ásahreppi, Rang. og lést 6. maí 1938.<br> Foreldrar hennar voru Jón Jónsson b...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Jónsdóttir frá Pálsbæ á Stokkseyri fæddist 27. febrúar 1869 í Lindarbæ í Ásahreppi, Rang. og lést 6. maí 1938.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Vetleifsholti í Ásahreppi, f. 28. apríl 1842, d. 26. apríl 1898, og sambýliskona hans Vilborg Einarsdóttir húsfreyja, yfirsetukona, f. 26. september 1832 í Hvammi í Landsveit, d. 13. ágúst 1890.

Systir Ingibjargar í Eyjum var
Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Miðhúsum, f. 30. júlí 1874 í Vetleifsholti, d. 7. september 1911.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í Vetleifsholti 1880, var vinnukona í Helli á Rangárvöllum 1890.
Hún var húsfreyja á Tjörn á Stokkseyri 1901 með Þórði og börnunum Vilborgu og Sigríði, húsfreyja í Pálsbæ þar 1910 með þrjú börn, Vilborgu, Sigríði og Magnús, en Þórður sambýlismaður hennar og faðir barnanna var lausamaður, sjómaður á opnum bát á Hvalsnesi á Reykjanesi.
Hún var húsfreyja í Pálsbæ 1920 með Magnúsi syni sínum og leigjendur hennar voru Sigríður systir hennar, Stefán Erlendsson og Ingi Gunnar sonur þeirra.
Þórður lést 1924.
Ingibjörg fluttist til Eyja 1922, var á framfærslu Vilborgar dóttur sinnar á Brekastíg 23 1930, ekkja með Vilborgu dóttur sinni á Hásteinsvegi 42 1934.
Ingibjörg bjó síðast hjá Stefáni Erlendssyni tengdasyni sínum á Brekastíg 37.
Hún lést 1938.

Sambýlismaður Ingibjargar var Þórður Magnússon sjómaður í Pálsbæ í Flóa, f. 21. september 1869 í Ártúnum á Rangárvöllum, d. 5. desember 1924. Foreldrar hans voru Magnús Hermannsson bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 10. september 1828 í Suður-Fíflholtshjáleigu í Landeyjum, drukknaði á Skúmstaðafjöru 12. apríl 1875, og kona hans Sigríður Þórðardóttir frá Fíflholtshjáleigu í Landeyjum, húsfreyja, f. 9. apríl 1834, d. 6. desember 1875.
Börn Þórðar og Ingibjargar:
1. Vilborg Þórðardóttir verkakona, ráðskona, f. 26. ágúst 1897, d. 5. janúar 1959.
2. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 3. nóvember 1899, d. 19. júní 1935.
3. Jónína Ágústa Þórðardóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1902, d. 2. janúar 1992.
4. Magnús Þórðarson, f. 13. júlí 1907, d. 14. janúar 1926.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.