Elín Stefánsdóttir (Vinaminni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. desember 2016 kl. 20:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. desember 2016 kl. 20:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Elín Stefánsdóttir''' í Vinaminni og á Þingvöllum, fyrrum húsfreyja á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum, fæddist 19. mars 1834 og lést 9. maí 1927.<br> Fo...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Elín Stefánsdóttir í Vinaminni og á Þingvöllum, fyrrum húsfreyja á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum, fæddist 19. mars 1834 og lést 9. maí 1927.
Foreldrar hennar voru Stefán Þorvaldsson bóndi í Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 1805, d. 23. apríl 1868, og fyrri kona hans Evlalía Benediktsdóttir húsfreyja, f. 1794 í Nýjabæ í Útskálasókn á Reykjanesi, d. 29. júlí 1843 í Berjanesi u. Eyjafjöllum.

Elín var með foreldrum sínum í Berjanesi 1840. Móðir hennar lést 1843. Hún var tökustúlka í Eystri-Skógum 1845 og 1850, vinnukona þar 1855, vinnukona á Holtsstöðum 1860.
Þau Benedikt giftu sig 1864 og bjuggu á Efstu-Grund. Elín ól 12 börn á 16 árum. Þau misstu átta þeirra, sjö þeirra á fyrsta ári, eitt á þriðja ári aldurs síns.
Benedikt lést 1899.
Elín var ekkja hjá Emerentíönu dóttur sinni í Mjósundi í Útskálasókn á Reykjanesi 1901. Þar var Benedikt Friðriksson 14 ára vinnumaður. Hún fluttist til Eyja 1907 og bjó hjá Benedikt, fyrst í Vinaminni, síðan á Þingvöllum, og þar lést hún 1927.

Maður Elínar, (10. júní 1864), var Benedikt Magnússon bóndi á Efstu-Grund, f. 1838, d. 1899. Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson bóndi í Berjanesi, f. 18. apríl 1797, d. 2. mars 1879, og kona hans Oddný Jakobsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1798, d. 9. júní 1884.
Börn þeirra hér:
1. Oddný Benediktsdóttir í Gröf, húsfreyja, f. 15. desember 1864 á Efstu-Grund, d. 10. apríl 1940.
2. Magnús Benediktsson, f. 3. janúar 1866 á Efstu-Grund, d. 16. janúar 1866.
3. Valgerður Benediktsdóttir húsfreyja í Lónshúsum í Gerðahreppi, f. 30. apríl 1867 á Efstu-Grund, d. 31. október 1949.
4. Stefán Benediktsson, f. 28. ágúst 1870 á Efstu-Grund, d. 28. ágúst 1870.
5. Evlalía Benediktsdóttir, tvíburi, f. 15. október 1871 á Efri-Grund, d. 24. desember 1871.
6. Emerentíana Benediktsdóttir, tvíburi, húsfreyja í Mjósundi í Útskálasókn 1901, á Kirkjubæ og Sæbergi, síðar í Vesturheimi, f. 15. október 1871.
7. Kristján Benediktsson, f. 1. maí 1873 á Efstu-Grund, d. 10. maí 1873.
8. Elísabet Benediktsdóttir húsfreyja, saumakona á Sólheimum, síðar í Vesturheimi, f. 30. september 1874.
9. Þorbjörg Benediktsdóttir, f. 30. apríl 1876, d. 9. ágúst 1876.
10. Helga Benediktsdóttir, f. 24. febrúar 1878, d. 15. október 1880.
11. María Benediktsdóttir, f. 18. maí 1879, d. 26. maí 1879.
12. Helga Benediktsdóttir, f. 17. október 1880, d. 2. nóvember 1880.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.