Elísabet Benediktsdóttir (Sólheimum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Elísabet Benediktsdóttir húsfreyja og saumakona á Sólheimum fæddist 30. september 1874 á Efstu-Grund u. Eyjafjöllum og lést líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hennar voru Benedikt Magnússon bóndi, f. 1838, og kona hans Elín Stefánsdóttir húsfreyja, f. 19. mars 1834, d. 9. maí 1927.

Systur hennar í Eyjum voru:
1. Oddný Benediktsdóttir húsfreyja í Gröf, f. 15. desember 1865, d. 10. apríl 1940.
2. Emerentíana Benediktsdóttir húsfreyja á Sæbergi, f. 15. október 1871.

Elísabet var í Krýsuvíkursókn 1899 og eignaðist þar Nikulás Benedikt. Faðir hans drukknaði frá Gerðum, áður en hann fæddist.
Elísabet kom frá Seyðisfirði með Sæmundi og með börnin Nikulás og Guðlaugu 1907, var húsfreyja og saumakona á Sólheimum 1910. Hún fór með börnin þrjú til Vesturheims 1911, en Sæmundur hafði farið Vestur 1909.

I. Barnsfaðir hennar var Nikulás Eiríksson sjómaður á Gerðum í Útskálasókn, drukknaði í róðri 28. mars 1899, 38 ára.
Barn þeirra:
1. Nikulás Benedikt Nikulásson, f. 3. september 1899 í Krýsuvíkursókn.

Maður hennar, (30. október 1906), var Sæmundur Björnsson skósmiður, f. 24. nóvember 1878.
Börn þeirra hér:
2. Guðlaug Ragnheiður Sæmundsdóttir, f. 20. júlí 1907 á Seyðisfirði.
3. Elín Lilja Sæmundsdóttir, f. 12. ágúst 1909 á Sólheimum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.