Ingveldur Þórarinsdóttir (Skel)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. nóvember 2016 kl. 19:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. nóvember 2016 kl. 19:45 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingveldur Þórarinsdóttir''' í Skel, húsfreyja fæddist 3. janúar 1884 í Nýjabæ á Eyrarbakka og lést 15. september 1936.<br> Foreldrar hennar voru Þórarinn Bjarnaso...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingveldur Þórarinsdóttir í Skel, húsfreyja fæddist 3. janúar 1884 í Nýjabæ á Eyrarbakka og lést 15. september 1936.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Bjarnason bóndi og sjómaður, f. 16. janúar 1849, d. 5. janúar 1932, og Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 3. janúar 1858, d. 15. apríl 1931.

Ingveldur var með foreldrum sínum 1890 og 1901. Hún var lausakona í Reykjavík 1910, giftist Þorgeiri 1913 og fluttist sama ár með honum til Eyja.
Þau bjuggu á Bólstað við Heimagötu 1914 til 1918, en voru komin í Skel 1920 og bjuggu þar 1934, en á Hamri við Skólaveg 33 1936 við andlát Ingveldar.
Þau eignuðust þrjú börn.
Ingveldur lést 1936.

Maður hennar, (1913) var Þorgeir Eiríksson formaður, f. 5. ágúst 1886 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, drukknaði 1. mars 1942.
Börn þeirra voru:
1. Hafsteinn Frímann Þorgeirsson, f. 18. maí 1914 á Bólstað, d. 4. júlí 1931.
2. Gunnarína Margrét Þorgeirsdóttir húsfreyja á Hamri, f. 18. janúar 1921 í Skel, d. 19. júlí 1990.
3. Guðfinnur Þorgeirsson sjómaður, skipstjóri, f. 20. nóvember 1926 í Skel, d. 22. mars 2012.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.