Einar Þór Kolbeinsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. nóvember 2016 kl. 20:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. nóvember 2016 kl. 20:05 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Einar Þór Kolbeinsson''' frá Götu, rafvirkjameistari, símvirki, tölvutæknir fæddist 15. maí 1953 í Götu.<br> Foreldrar hans voru [[Rannveig Einarsdóttir (Götu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Einar Þór Kolbeinsson frá Götu, rafvirkjameistari, símvirki, tölvutæknir fæddist 15. maí 1953 í Götu.
Foreldrar hans voru Rannveig Snót Einarsdóttir, þá verkakona í Götu, f. 26. janúar 1934, d. 15. nóvember 2007, og Kolbeinn Oddur Sigurjónsson sjómaður á Hvoli, f. 2. september 1932.

Einar var með móður sinni og fjölskyldu hennar í æsku. Þau María fluttust til Húsavíkur í lok árs 1970 og hafa búið þar síðan. Þau giftu sig 1972 og eignuðust 3 börn.

Kona Einars Þórs, (25. desember 1972), er María Óskarsdóttir frá Húsavík, húsfreyja, f. 13. janúar 1954 á Húsavík. Foreldrar hennar voru Óskar Björn Guðmundsson úr Flatey á Skjálfanda, sjómaður, verkamaður, f. 23. ágúst 1925, d. 23. september 2012, og kona hans Alda Guðmundsdóttir úr Köldukinn, S-Þing., húsfreyja, verkakona, f. 27. mars 1928.
Börn þeirra:
1. Jóhann Bjarni Einarsson starfsmaður hjá Alcoa á Reyðarfirði, f. 15. október 1972.
2. Rannveig Snót Einarsdóttir húsfreyja, f. 14. maí 1974.
3. Aðalsteina Alda Einarsdóttir húsfreyja í Noregi, f. 23. mars 1976.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.