Sigurlaug Guðjónsdóttir (Vinaminni)
Sigurlaug Guðjónsdóttir frá Vinaminni, húsfreyja fæddist 14. nóvember 1937 í Vinaminni.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson sjómaður, matsveinn frá Vesturholtum í Rangárvallasýslu, síðar í Eyjum, f. 3. nóvember 1905, d. 22. janúar 1965, og sambýliskona hans Karólína Björnsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1906, d. 14. október
2003.
Börn Guðjóns og Karólínu:
1. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 5. janúar 1932 á Lágafelli, d. 3. desember 2014.
2. Erla Guðjónsdóttir, f. 20. september 1933 í Jómsborg, d. 1. janúar 1966.
3. Kristinn Björn Guðjónsson, f. 4. febrúar 1935 í Brautarholti, d. 31. júlí 2015.
4. Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 14. nóvember 1937 í Vinaminni.
Hálfsystir þeirra, barn Karólínu er
5. Alda Andrésdóttir bankafulltrúi í Hveragerði f. 28. apríl 1928 á Miðhúsum.
Sigurlaug var með foreldrum sínum í Eyjum og á Selfossi.
Hún giftist Axel. Þau bjuggu í Hafnarfirði og eignuðust 3 börn. Hann lést 2001.
Hún giftist Bjarna Sigursteinssyni, en þau voru barnlaus.
Sigurlaug býr í Hafnarfirði.
Sigurlaug var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (1955), var Axel Þórðarson bifreiðastjóri frá Bjarnastöðum í Ölfusi, f. 13. október 1930, d. 16. nóvember 2001.
Börn þeirra:
1. Jón Grétar Axelsson, f. 28. júní 1955. Hann býr í Vesturheimi.
2. Einar Gunnar Axelsson, f. 26. febrúar 1961. Hann býr í Vesturheimi.
3. Guðný Karólína Axelsdóttir, f. 20. október 1965. Hú býr í Hveragerði.
II. Síðari maður Sigurlaugar, (31. janúar 1971), var Bjarni Sigursteinsson endurskoðandi, f. 6. febrúar 1945, d. 26. nóvember 2011.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.