Sigurlaug Guðjónsdóttir (Vinaminni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. nóvember 2016 kl. 20:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. nóvember 2016 kl. 20:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurlaug Guðjónsdóttir''' frá Vinaminni, húsfreyja fæddist 14. nóvember 1937 í Vinaminni.<br> Foreldrar hennar voru [[Guðjón Jónsson (Lágafelli)|Guðjón Jónsson]...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurlaug Guðjónsdóttir frá Vinaminni, húsfreyja fæddist 14. nóvember 1937 í Vinaminni.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson sjómaður, matsveinn frá Vesturholtum í Rangárvallasýslu, síðar í Eyjum, f. 3. nóvember 1905, d. 22. janúar 1965, og sambýliskona hans Karólína Björnsdóttir húsfreyja, f. 16. desember 1906, d. 14. október 2003.

Börn Guðjóns og Karólínu:
1. Sigurbjörg Guðjónsdóttir, f. 5. janúar 1932 á Lágafelli, d. 3. desember 2014.
2. Erla Guðjónsdóttir, f. 20. september 1933 í Jómsborg, d. 1. janúar 1966.
3. Kristinn Björn Guðjónsson, f. 4. febrúar 1935 í Brautarholti, d. 31. júlí 2015.
4. Sigurlaug Guðjónsdóttir, f. 14. nóvember 1937 í Vinaminni.
Hálfsystir þeirra, barn Karólínu er
5. Alda Andrésdóttir bankafulltrúi í Hveragerði f. 28. apríl 1928 á Miðhúsum.

Sigurlaug var með foreldrum sínum í Eyjum og á Selfossi.
Hún giftist Axel. Þau bjuggu í Hafnarfirði og eignuðust 3 börn. Hann lést 2001.
Hún giftist Bjarna Sigursteinssyni, en þau voru barnlaus. Sigurlaug býr í Hafnarfirði.

Sigurlaug var tvígift.
I. Fyrri maður hennar, (1955), var Axel Þórðarson bifreiðastjóri frá Bjarnastöðum í Ölfusi, f. 13. október 1930, d. 16. nóvember 2001.
Börn þeirra:
1. Jón Grétar Axelsson, f. 28. júní 1955. Hann býr í Vesturheimi.
2. Einar Gunnar Axelsson, f. 26. febrúar 1961. Hann býr í Vesturheimi.
3. Guðný Karólína Axelsdóttir, f. 20. október 1965. Hú býr í Hveragerði.

II. Síðari maður Sigurlaugar, (31. janúar 1971), var Bjarni Sigursteinsson endurskoðandi, f. 6. febrúar 1945, d. 26. nóvember 2011.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.