Eyþór Þórðarson (Sléttabóli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. september 2016 kl. 15:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. september 2016 kl. 15:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Eyþór Þórðarson''' frá Sléttabóli, vélstjóri, verktaki, skjalavörður fæddist 4. nóvember 1925 á Sléttabóli og lést 16. október 1998. <br> Foreldrar hans voru...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Eyþór Þórðarson frá Sléttabóli, vélstjóri, verktaki, skjalavörður fæddist 4. nóvember 1925 á Sléttabóli og lést 16. október 1998.
Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson skipstjóri, f. 12. janúar 1893, drukknaði 1. mars 1942, og kona hans Guðfinna Stefánsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1895, d. 5. maí 1971.

Börn Guðfinnu og Þórðar voru:
1. Sigríður Þórðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 24. mars 1921, d. 12. janúar 1996.
2. Ása Magnea Þórðardóttir, f. 19. maí 1922, d. 19. desember 1931.
3. Bára Þórðardóttir, f. 23. febrúar 1924, síðast á Eyrarbakka, d. 12. janúar 2001.
4. Eyþór Þórðarson vélstjóri, skjalavörður í Reykjavík, f. 4. nóvember 1925, d. 16. október 1998.
5. Stefanía Þórðardóttir verkakona á Eyrarbakka, f. 20. október 1930, d. 1. desember 2013.
6. Ási Markús Þórðarson vélstjóri, f. 22. júní 1934, d. 18. ágúst 2002.

Eyþór lauk Barnaskóla Vestmannaeyja 1939 og vélvirkjun úr Iðnskóla Vestmannaeyja 1947. Vélstjóraprófi í Vélskólanum í Reykjavík lauk hann 1949 og rafmagnsdeild 1950. Á árunum 1950-1952 vann hann í Vélsmiðjunni Héðni á veturna en var á sumrin vélstjóri til sjós og véla- og vinnslustjóri hjá SR á Siglufirði og Raufarhöfn. Vann við uppsetningu véla og tækja í Írafossvirkjun 1952-53.
Þau Svanlaug fluttust til Ytri-Njarðvíkur 1954.
Eyþór vann við verkstjórn og vélaeftirlit á Keflavíkurflugvelli 1953-1960 og var undirverktaki þar við viðhald og eftirlit á sviði kælitækni 1960-1987.
Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs vélstjóra 1961. Sat í stjórn Iðnaðarmannafélags Suðurnesja 1958-73, var formaður þess 1966-73 og fulltrúi þess á iðnþingum 1958-80. Hann var formaður séreignasjóðs Iðnaðarmannafélags Suðurnesja, styrktarsjóðs frá 1971 og formaður lífeyrissjóðs félagsins frá stofnun 1972.
Hann var formaður rit- og útgáfunefndar Iðnaðarmannatals Suðurnesja 1970-83.
Þá sat hann í stjórn Landssambands iðnaðarmanna 1973-75, Hann sat í stjórn Landssambands lífeyrissjóða 1970-90.
Hann var formaður stjórnar Verkamannabústaða í Njarðvík 1970-74.
Eyþór var formaður félags Vestmanneyinga á Suðurnesjum frá stofnun 1973-1978, formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja 1979-84, í stjórn Krabbameinsfélags Íslands 1981-83.
Þá sat hann í stjórn Húseigendafélagsins 1982-88, í stjórn félags sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi frá 1988.
Hann var formaður undirbúnings- og útgáfunefndar Niðjatals Longættarinnar 1988-94, stóð að stofnun félags niðja Richards Long 1994 og var síðan formaður þess.
Eyþór var aðstoðarmaður Jóns Böðvarssonar ritstjóra Iðnsögu Íslands 1987-88, síðan starfsmaður í Þjóðskjalasafni Íslands til 1996.
Hann skrifaði fjölda greina auk bókarauka og ritgerða, einkum úr sögu Suðurnesjabyggða, æviminningaþætti, um iðnsögu, iðnaðarmenn og húseigendamál. Hann skrifaði Sögu Sameinaðra verktaka 1951-1981.

Viðurkenningar:
1. Eyþór var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1. des. 1995 fyrir fræða- og félagsstörf.
2. Hann var heiðursfélagi Iðnaðarmannafélags Suðurnesja frá 1984.
3. Hann varð heiðursfélagi Krabbameinsfélags Íslands 1995.

Kona Eyþórs, (1. janúar 1952), var Svanlaug Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 26. júlí 1922 í Blöndugerði í Hróarstungu í N- Múlasýslu, d. 9. júlí 2012. Foreldrar hennar voru Stefanía Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 20. febrúar 1894, d. 13. júlí 1968 og maður hennar Emil Jóhann Árnason bóndi í Blöndugerði, f. 23. janúar 1893, d. 28. júní 1964.
Börn þeirra:
1. Elfa Eyþórsdóttir húsfreyja, kennari, f. 29. mars 1952 í Reykjavík, Maður hennar: Jóhann B. Loftsson sálfræðingur.
2. Þórey Eyþórsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður í Keflavík, f. 16. ágúst 1953. Maður hennar: Gunnar V. Jónsson húsasmiður, f. 27. janúar 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.