Guðlaug Sveinsdóttir (Vesturhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. apríl 2016 kl. 15:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. apríl 2016 kl. 15:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðlaug Sveinsdóttir''' húsfreyja á Eystri-Vesturhúsum fæddist 16. maí 1925 og lést 19. febrúar 2004.<br> Foreldrar hennar voru [[Sveinn Norðmann Þ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja á Eystri-Vesturhúsum fæddist 16. maí 1925 og lést 19. febrúar 2004.
Foreldrar hennar voru Sveinn Norðmann Þorsteinsson skipstjóri, hafnarvörður á Siglufirði, f. 15. desember 1894, d. 7. október 1971, og kona hans Anna Júlíana Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1901, d. 30. desember 1985.

Þau Alexander bjuggu um skeið á Siglufirði. Þar fæddust 3 börn þeirra, tvær stúlkur og drengur, sem dó nýfæddur.
Þau fluttust til Eyja, keyptu neðri hæðina á Eystri-Vesturhúsum 1954, en bjuggu í Pálsborg meðan íbúðin var lagfærð.
Sveindís fæddist þeim 1958.
Þau bjuggu á Vesturhúsum eystri meðan vært var, en húsið þurfti að víkja vegna lengingar Ásavegar. Þau bjuggu á Brekastíg 5, þá í Vöruhúsinu, en síðast á Kirkjuvegi 64 (Rafnsholti).
Alexander veiktist hastarlega og var sjúklingur á Sjúkrahúsinu í nokkur ár. Hann lést 1972. Guðlaug fluttist til Þorlákshafnar, var þar verkstjóri hjá Meitlinum, fluttist síðar til Reykjavíkur og lést þar 2004.

Maður Guðlaugar var Torfi Alexander Helgason sjómaður, f. 11. júlí 1918, d. 22. nóvember 1972.
Börn þeirra:
1. Guðrún Alexandersdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1946 á Siglufirði.
2. Anna Ragna Alexandersdóttir húsfreyja, f. 3. október 1952 á Siglufirði.
3. Drengur, sem lést nýfæddur.
4. Sveindís Norðmann Alexandersdóttir húsfreyja, f. 31. maí 1958 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.