Anna Ragna Alexandersdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Ragna Alexandersdóttir frá Vesturhúsum, húsfreyja, framkvæmdastjóri fæddist 3. október 1952 á Siglufirði.
Foreldrar hennar voru Torfi Alexander Helgason sjómaður, f. 11. júlí 1918 í Stafholti, d. 22. nóvember 1972, og kona hans Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja, f. 16. maí 1925 á Siglufirði, d. 19. febrúar 2004.

Börn Guðlaugar og Alexanders:
1. Guðrún Alexandersdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 3. febrúar  1946 á Siglufirði. Maður hennar Gísli Guðgeir Guðjónsson.
2. Anna Ragna Alexandersdóttir húsfreyja, framkvæmdastjóri í Hafnarfirði, f. 3. október 1952 á Siglufirði. Fyrrum maður hennar Jock Kim Tan. Maður hennar Lúðvík Haraldsson.
3. Drengur, sem lést nýfæddur.
4. Sveindís Norðmann Alexandersdóttir húsfreyja,  í Þorlákshöfn, f. 31. maí  1958 í Eyjum. Barnsfaðir hennar Garðar Guðnason. Maður hennar Guðmundur Óskarsson.

Anna var með foreldrum sínum í æsku, flutti með móður sinni til Eyja um miðjan sjötta áratuginn, bjó um skeið í Pálsborg,  á Vesturhúsum, Brekastíg 5, í Vöruhúsinu við Skólaveg 1 og í Rafnsholti við Kirkjuveg 64.
Hún flutti til Hafnarfjarðar, var þar húsfreyja og framkvæmdastjóri, nú í Reykjavík.
Þau Jock Kim giftu sig 1973, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Lúðvík giftu sig 2008, búa í Barðavogi 11 í Reykjavík.

I. Fyrri maður Önnu Rögnu, (19. október 1973), var Jock Kim Tan matreiðslumaður í Hafnarfirði, f. 13. september 1952 á Christmas Island, d. í maí 2008. Foreldrar hans voru Kian Sim Tan rafvirki, f. 1919, d. 20. febrúar 1979, og kona hans Chin Sin Cheow húsfreyja, f. 24. júlí 1924.
Börn þeirra:
1.   Júlía Tan kennari, f. 31. ágúst 1979. Maður hennar Kristján Björn Arnar.
2.   Alex Tan verkamaður, f. 5. nóvember 1988.

II.           Síðari maður Önnu Rögnu, (1. nóvember 2008), er Lúðvík Haraldsson framkvæmdastjóri, f. 30. maí 1954 í Reykjavík. Foreldrar hans Haraldur Lúðvíksson verksmiðjustjóri á Eyrarbakka, f. 1. janúar 1930, d. 30. apríl 2003 í Reykjavík, og kona hans Valborg Eiríksdóttir húsfreyja, læknaritari, f. 4. apríl 1931 á Siglufirði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.