Guðrún Guðjónsdóttir (Bifröst)
Guðrún Sigurlín Guðjónsdóttir frá Hofi í Norðfirði, húsfreyja á Bifröst fæddist 14. nóvember 1881 og lést 29. ágúst 1952.
Foreldrar hennar voru Guðjón Eiríksson bóndi á Hofi og víðar í Norðfirði, f. 8. mars 1844, d. 2. janúar 1913, og kona hans Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1842.
Guðrún kom til Eyja 1910 frá Seyðisfirði og bjó með dætrum sínum Indíönu og Dagmar í Hlíðarhúsi, en Ólafur var enn á Seyðisfirði .
Þau Guðrún bjuggu á Skjaldbreið 1911-1915, á Bifröst 1916 og 1917.
Hún fluttist til Hafnarfjarðar 1922, lést 1952.
Maður Guðrúnar, (2. mars 1905), var Ólafur Ólafsson skipstjóri, f. 6. ágúst 1880, fórst 1918.
Börn þeirra:
1. Indíana Ólafsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1905 í Reykjavík, d. 14. október 1967, bjó í Hafnarfirði. Maður hennar var Jón Bergmann Bjarnason vélstjóri.
2. Dagmar Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. júní 1910 á Seyðisfirði, d. 10. október 1987, bjó síðast í Reykjavík. Maður hennar var Jón Bjarnason skrifstofustjóri.
3. Unnur Ólafsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1915, d. 27. júlí 1975, síðast í Reykjavík. Maður hennar var Gísli Jakobsson bakarameistari.
4. Haukur Ólafsson skipstjóri, verslunarstjóri, f. 18. febrúar 1917 í Eyjum, d. 26. desember 2012. Hann ólst upp í Neskaupstað. Kona hans var Valborg S. Jónsdóttir húsfreyja.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.