Sigríður Jóhanna Runólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. janúar 2016 kl. 21:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. janúar 2016 kl. 21:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigríður Jóhanna Runólfsdóttir''' frá Kirkjubæ, síðar húsfreyja í Utah fæddist 16. nóvember 1878 á Kirkjubæ og lést 6. janúar 1960 í Spanish Fork ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jóhanna Runólfsdóttir frá Kirkjubæ, síðar húsfreyja í Utah fæddist 16. nóvember 1878 á Kirkjubæ og lést 6. janúar 1960 í Spanish Fork í Utah.
Foreldrar hennar voru Runólfur Runólfsson prestur mormóna og lútherskra, f. 10. apríl 1851 í Stóra-Gerði, d. 20. janúar 1929 í Spanish Fork, og fyrri kona hans Valgerður Níelsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1847 í A-Landeyjum, d. 6. apríl 1919.

Ketill maður Sigríðar var bróðir Björnlaugar síðari konu Runólfs föður hennar.

Sigríður fluttist með foreldrum sínum og 3 systkinum til Utah 1881.
Hún giftist Katli Eyjólfssyni. Þau bjuggu í Spanish Fork, eignuðust 10 börn. Sex þeirra gengu í framhalsskóla. Ketill tók upp ættarnafni Jameson.

Maður Sigríðar Jóhönnu var Ketill Eyjólfsson fjárrúningsmaður, f. 9. október 1865, d. 28. september 1917. Foreldrar hans voru Eyjólfur Guðmundsson bóndi á Eyjarbakka og Geitafelli í Húnavatnssýslu, og kona hans Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, síðar í Vesturheimi, f. 1. janúar 1828, d. 11. desember 1916. Þau fluttust til Spanish Fork 1883.
Börn hér:
1. Oliver.
2. Valgerður, kennari.
3. Sarah, kennari.
4. Ellen, kennari.
5. Olivia, kennari.
6. Brynjólfur, húsameistari.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.