Ólafur Sigurðsson (Jónshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. nóvember 2015 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. nóvember 2015 kl. 14:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ólafur Sigurðsson''' frá Jónshúsi fæddist þar 12. júlí 1890 og lést 1910.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Sigurðsson frá Jónshúsi fæddist þar 12. júlí 1890 og lést 1910.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson bóndi, verkamaður, f. 26. febrúar 1860, d. 6. apríl 1941, og kona hans Guðríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1860, d. 1. nóvember 1943.

Systir Ólafs var Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1889, d. 22. nóvember 1948.

Ólafur var með foreldrum sínum, öðru og báðum í bernsku.
Hann var með móður sinni í Túni í lok fæðingarárs síns og 1891.
Foreldrarnir voru vinnufólk á Kirkjubæ 1892 með Ólaf hjá sér.
Þau fluttust frá Kirkjubæ með Ólaf 1895 og stefndu á Reyðarfjörð. Þau voru bændahjón í Sigurðarhúsi á Eskifirði 1901, í Kristjánshúsi þar 1910.
Ólafur er skráður látinn á árinu 1910, en án dagsetningar. Hann var jarðsettur 5. maí.
Hann var ókvæntur og líklega barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.