Jón Kristinsson (Mosfelli)
Jón Kristinsson vélsmiður fæddist 8. apríl 1926 á Litla Gjábakka og lést 1. mars 2009.
Foreldrar hans voru Kristinn Jónsson sjómaður, síðar póstmaður á Mosfelli, f. 26. maí 1899, d. 13. júní 1969, og kona hans Jóna Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1903, d. 20. desember 1985.
Systir Jóns í Eyjum var
Ásta Kristinsdóttir húsfreyja á Selfossi, f. 5. október 1934.
Jón ólst upp með foreldrum sínum til unglingsára. Þeir skildu. Eftir það var hann með föður sínum og Jennýju ömmu sinni á Mosfelli.
Jón tók minna mótorvélstjórapróf í Eyjum 1946 og lauk sveinsprófi í vélvirkjun 1954.
Hann vann í Vélsmiðju Þorsteins Steinssonar 1950-1959, vann um skeið í Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og var vélstjóri á ýmsum fiskibátum.
Þá var hann vélvirki í Vélsmiðjunni Þrymi h.f. í Reykjavík 1970-1976, vann við blikk- og mótorsmíði í Breiðfjörðs blikksmiðju 1976-1986.
Hann sat um hríð í trúnaðarráði verkamannafélagsins Dagbrúnar.
I. Barnsmóðir hans var Ester Anna Aradóttir frá Akurey, síðar á Akranesi, f. 3. mars 1927. Foreldrar hennar voru Ari Markússon og Guðrún Jónsdóttir
Barn þeirra er
1. Ari Kristinn Jónsson, f. 6. mars 1949 í Eyjum, búsettur í Reykjavík. Kona hans er Aðalbjög Ragna Hjartardóttir, f. 27. júní 1951.
II. Kona Jóns, (11. apríl 1954), var Ragnheiður Ellen Þorsteinsdóttir, f. 5. september 1933 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Halldórsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 2. desember 1908, d. 3. október 1988, og kona hans Ísbjörg Hallgrímsdóttir húsfreyja, f. 19. október 1908 á Felli í Mýrdal, d. 16. nóvember 1995.
Barn þeirra er
2. Þorsteinn Jónsson, f. 11. ágúst 1960.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Vélstjóratal 1911-1972. Óskar Ingimarsson. Vélstjórafélag Íslands 1974.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.